Sunnuhlíð í Kópavogi. Hjúkrunarheimili aldraðra.

Post date: 27.1.2015 00:22:18

Sunnuhlíð í Kópavogi. Hjúkrunarheimili aldraðra.

Stuðningur aðildarfélaga.

Allt frá því að Sunnuhlíð tók til starfa fyrir meira en þremur áratugum, hafa aðildarfélögin lagt hjúkrunarheimilinu lið með margvíslegum hætti.

Framlag Lionsklúbbsins Muninn og Lionsklúbbs Kópavogs 2012 -2014.

Lionsklúbburinn Muninn og Lionsklúbbur Kópavogs ákváðu haustið 2012 að styrkja alsheimerdeild Sunnuhlíðar með þeim hætti að endurnýja eldhúsinnréttingu o. fl. innandyra en reisa jafnframt nýja anddyrisbyggingu, sem tengir alsheimerdeild og þjónustudeild. Var hafist handa við þetta í október 2012 og hafa framkvæmdir staðið yfir með hléum í tvö ár, uns verkinu var lokið og það afhent eigendum formlega hinn 8. desember, 2014. Markaðsverðmæti þessa verkefnis Lionsklúbbanna er milli 6 og 7 milljónir króna.

Klúbbarnir hafa aflað fjármagns til verksins með því að halda „skötuveislur“ og „herrakvöld“. Þá hafa klúbbfélagar og fleiri lagt fram sjálfboðavinnu. Loks er þess að geta að nokkrir framleiðendur og efnissalar hafa styrkt verkefnið af rausnarskap.

Jónas Frímannsson verkefnastjóri afhendir Þóru formanni stjórnar formlega viðbygginguna
Fulltrúar Lionsklúbbs Kópavogs og Lionsklúbbsins Muninns í viðbyggingunni
Viðbyggingin séð að utan
Hið nýja eldhús heilabilunardeildar