Framkvæmdir við Sunnuhlíð

Post date: 24.3.2013 12:26:39

Félagar í Lionsklúbbi Kópavogs og Lionsklúbbnum Muninn hafa undanfarnar vikur unnið að endurbótum á húsnæði Heilabilunardeildar Sunnuhlíðar í Kópavogi.

Hagnaður af Herrakvöldi sem klúbbarnir héldu í maí á sl. ári var nýttur til kaupa á efni, eldhústækjum og innréttingu og síðan sáu félagar um raflögn, málningarvinnu, dúklagningu, smíði og uppsetningu. Andvirði framlags klúbbanna er um tvær milljónir króna.

Ákveðið er að halda áfram stuðningi við Sunnuhlíð og er verið að leggja drög að frekari framkvæmdum sem klúbbarnir munu annast. Allt frá því að Sunnuhlíðarsamtökin voru stofnuð fyrir rúmlega 30 árum hafa klúbbarnir stutt starfsemina á einn og annan hátt með tækjagjöfum og vinnuframlagi.

Hjá Lionsklúbbi Kópavogs er nú unnið að undirbúningi næsta Herrakvölds sem verður í Lionssalnum Lundi, Auðbrekku 20, þann 3.maí næstkomandi. Þar verður í boði mikil skemmtun með landsþekktum skemmtikröftum og glæsilegu sjávarréttahlaðborði. Allur ágóði rennur til framkvæmdanna í Heilabilunardeild Sunnuhlíðar sem Lionsklúbbur Kópavogs og Lionsklúbburinn Muninn munu standa að sameiginlega.

Framkvæmdin er: Lionsklúbbur Kópavogs sér alfarið um Herrakvöldið og veitir ágóða til verkefnisins í Sunnuhlíð. Muninsmenn sjá um fagvinnu uppsetningu, smíði o.s.frv. Þannig verður þetta verkefni sameiginlegt enda er skipulag þess á vegum beggja klúbbanna.

Sunnuhlíð
Vinna við eldhús
vinna við eldhús og ljósbúnað

Inngangur Sunnuhlíðar sem mun fá andlitslyftingu

Talið frá vinstri, Sæmundur Alfreðsson og Halldór Olesen úr Lionsklúbbi Kópavogs ásamt Hannesi úr Lionsklúbbnum Muninn sem stjórnaði framkvæmdum á staðnum.

Félagar úr Lionsklúbbnum Muninn að huga að störfum

Eiríkur málari að störfum
Nýtt eldhús fyrir heilabilunardeild Sunnuhlíðar
Sunnuhlíðarnefnd að störfum

Eiki málari að gera klárt fyrir málun

Nýtt eldhús fyrir heilabilunardeils Sunnuhlíðar í undirbúningi

Undirbúningsnefnd að störfum enda að mörgu að huga