Rjóðrið

Sérútbúinn bíll fyrir hreyfihamlða

Nýr þjónustubíll Rjóðursins

26.4.2017 17:34:15

Síðastliðið vor afhenti Lionsklúbbur Kópavogs Rjóðrinu sérútbúinn bil fyrir hreyfihömluð börn og börn í hjólastólum.

Bíllinn var keyptur fyrir afkomu frá Herrakvöldi og kostaði um sjö milljónir króna.

Rjóðrið er hvíldar- og endurhæfingarheimili fyrir fötluð börn og hefur aðsetur Kópavogi.

Lionsklúbbur Kópavogs og Rjóðrið

Þrjátíu fjölskyldur koma með börnin sín í Rjóðrið einu sinni í mánuði til að fá smá hvíld og líka tilbreytingu fyrir börnin, að sögn Guðrúnar. „Hér eru fimm til sex börn í sólahringsinnlögnum á hverjum tíma og tvö til þrjú í dagvist.“

Áður var Rjóðrið með bíl sem Lionshreyfingin á Íslandi safnaði fyrir með sölu Rauðu fjaðrarinnar árið 2006. Lionsklúbbur Kópavogs seldi hann upp í þennan nýja sem er af gerðinni Renault Trafic. Hann er fyrir sex farþega í venjulegum sætum og einn hjólastól.

„Við getum farið með þrjá eða fjóra krakka og þrjá starfsmenn, því hvert barn þarf yfirleitt mann með sér. Við förum í sunnudagsbíltúra, í húsdýragarðinn og í sveitaheimsóknir. Reynum að gera eitthvað skemmtileg. Svo nota ég bílinn líka í útréttingar svo hann kemur að góðum notum,“ lýsir Guðrún og segir gjöfina ómetanlega.

„Svona velvild líknarfélaga og almennings gerir það að verkum að við getum boðið upp á gæðaþjónustu og aukið lífsgæði barnanna sem eru hjá okkur.“

Frétt af visir.is