Gleraugnasöfnun fyrir efnalitla
Post date: 21.10.2012 15:00:59
Gleraugnaverslanir í Kópavogi og Lionsklúbbur Kópavogs standa nú
fyrir söfnun gleraugna og síðan dreifingu þeirra til efnalítils fólks í
Afríku og Suður Ameríku, þar sem þau koma að góðum notum.
Lionshreyfingin hefur unnið að þessu verkefni um langt árabil með
tilstyrk sjóntækjafræðinga. Allt er þetta gert í sjálfboðavinnu.
Ágætu Kópavogsbúar. Við hvetjum ykkur til þess að halda til haga
gleraugum, sem þið eruð hætt að nota, og koma þeim til hér
neðangreindra gleraugnaverslana.
Optical Studio Smáralind
PLUSMINUS Optic Smáralind
Ég C Hamraborg 10