Beitestolen í Noregi
Sumarbúðir fatlaða unglinga í Noregi
Árlegur styrkur til líkamlega fatlaðs ungmennis til dvalar í sumarbúðum í
Noregi. Lionsklúbbur Kópavogs hefur í rúm 30 ár styrkt unga líkamlega fatlaða einstaklinga til sumardvalar í alþjóðlegum sumarbúðum í Gronolen í Noregi. Styrkþegum er boðið að dvelja í hálfan mánuð í sumarbúðum sem Norska Lionshreyfingin stendur fyrir. Þar kemur saman fólk af mörgum þjóðernum og skemmtir sér við ýmis verkefni tengd félagslífi, útiveru og tómstundaiðkun í fallegu umhverfi. Lögð er áhersla á að fólk kynnist og eigi skemmtilega stundir saman.
Fjárhagslegur stuðningur Lionsklúbbs Kópavogs felst í að standa straum af ferðakostnaði, dagpeningum og fleiru.
Áhugasömum styrkþegum er bent á að hafa samband við Sæmund í síma 895 7295 sem veitir nánari upplýsingar fyrir hönd klúbbsins.
2011/2012 SA