Sumarbúðir

Sumarbúðir fyrir fatlaða unglinga

Eftir Svein Kristjánsson

Sumarbúðir í Noregi

Í rúmlega þrjá áratugi hafa norskir Lionsklúbbar starfrækt alþjóðlegar unglingabúðir fyrir fatlaða á Gronolen - fjallabúgarðinum í Jötunheimum, einu stórbrotnasta héraði í sunnanverðum Noregi. Tilgangur þessarar starfsemi er að veita fötluðum ungmennum nýja lífsreynslu og sjá sína eigin möguleika á nýjan hátt með samveru við fatlaða og ófatlaða frá öðrum löndum.


Lionsklúbbur Kópavogs nýtur þeirra einstöku réttinda að senda einn fatlaðan ungling árlega til þessara sumarbúða. Okkar hlutverk er að finna þátttakanda sem uppfyllir þau skilyrði sem sett eru, síðan að annast alla fyrirgreiðslu hans, greiða fargjald til Oslóar og heim, greiða tryggingu og vasapeninga. í Osló taka hins vegar norskir Lionsmenn við þátttakendum og flytja þá til búðanna og annast þar allan rekstur þær tvær vikur sem þar er dvalið.


Þessu sumarbúðastarfi er þannig háttað að þátttaka hvers og eins er undir eftirliti lækna og við komuna er æfingaprógram ákveðið fyrir hvern einstakling. Æfður hópur leiðbeinenda sér um að tryggja eðlilega framför. Viðfangsefnin eru ótrúlega fjölbreytt svo sem útiíþróttir, bogfimi, boltaleikir, hestamennska, róður og ferðir um nágrennið. Innanhúss er líkamsræktaraðstaða, sund og fleira mætti telja upp en áhersla er lögð á félagsleg samskipti og á kvöldvökum kynna þátttakendur eitthvað frá heimalandi sínu. Skilyrði er að allir geti talað auðvelda ensku.


Um það bil 25 fatlaðir unglingar héðan úr Kópavogi hafa fengið tækifæri til að njóta dvalar í þessum sumarbúðum. Þeir hafa komið aftur heim endumærðir á sál og líkama, með aukna bjartsýni á tilveruna, hafa eignast nýja vini sem þeir gjarnan skrifast á við síðar meir.


Eftir dvölina í Noregi hafa þeir komið á fund til okkar í Lionsklúbbi Kópavogs og sagt frá for sinni, rætt við okkur og látið í ljós þakklæti fyrir ánægjulega og vel heppnaða ferð.