MedicAlert

Davíð Gíslason

Eftir Davíð Gíslason

  • MedicAlert er alþjóðlegt öryggiskerfi fyrir þá sem haldnir eru bráðum eða hættulegum sjúkdómum. Öryggiskerfið er þríþætt:
  • Málmplata fyrir hálsmen eða armband með merki MedicAlert á annarri hlið en upplýsingar um sjúkdóm eða hættuástand og símanúmer vaktstöðvar á hinni hliðinni.r
  • Lítið plastkort sem bera má í veski. A því eru nokkuð fullkomnari upplýsingar um merkisberann, meðal annars um lyfjanotkun hans.

Vaktstöð sem opin er allan sólahringinn og geymir afrit af umsóknareyðublaði merkisberans. Þar eru geymdar helstu upplýsingar um heilsufar, náinn vandamann og lækni hans.

MedicAlert var stofnað í Bandaríkjunum 1956 af lækni að nafni Marion C Collins. Dóttir hans hafði orðið fyrir slysi og misst meðvitund. í sambandi við slysið var henni gefin stífkrampasprauta, sem hún var með ofnæmi fyrir, og munaði minnstu að það kostaði hana lífið. Collins gerði sér grein fyrir því að aðstæður, svipaðar þeim sem dóttir hans lenti í, geta oft komið upp og að skjót og rétt viðbrögð við mörgum sjúkdómum geta skipt verulegu máli og jafnvel ráðið úrslitum um líf eða dauða. Þetta er hugmyndin á bak við MedicAlert kerfið.

Það var á félagsfundi í Lionsklúbbi Kópavogs 11. febrúar 1981, að Björn Guðmundsson, sem kynnst hafði MedicAlert í Bandaríkjunum gegnum störf sín í alþjóðastjórn Lionshreyfingarinnar, vakti máls á því hvort MedicAlert ætti erindi við okkur íslendinga. Okkur læknum klúbbsins, mér og Guðsteini Þengilssyni var falið að kanna það hvort MedicAlert gæti haft þýðingu í íslenskri heilbrigðisþjónustu og í framhaldi af því var samþykkt tillaga frá klúbbnum á fjölumdæmisþingi Lionshreyfingarinnar á ísafirði 1983, að hreyfingin beitti sér fyrir stofnun MedicAlert á íslandi. Sjálfur stofnfundurinn var svo haldinn 30. janúar 1985. Nú eru yfir fjögur þúsund sjúklingar sem notfæra sér þetta öryggiskerfi hér á landi.


Skrifstofa MedicAlert er í LionsheÍmilinu í Hlíðasmára 14, í Kópavogi, en vaktstöð MedicAlert er á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi.


Davíð Gíslason, læknir