Kópasel

Sumardvalarheimili að LækjarbotnumEftir Stefni Helgason

í júní 1968 var sumardvalarheimilið að Lækjarbotnum - Kópasel - tekið í notkun fyrir börn úr Kópavogi. Hugmyndin hafði verið rædd í bæjarstjórn Kópavogs árið 1964, en ekki var tekin nein ákvörðun um framkvæmdir.

Haustið 1966 lagði Hjálmar Ólafsson bæjarstjóri, sem þá var formaður Lionsklúbbs Kópavogs, þá tillögu fram á félagsfundi, að klúbburinn í samvinnu við Leikvallanefnd og Kvenfélag Kópavogs hæfi undirbúning verksins. Undirtektir Lionsfélaga voru mjög jákvæðar. Hörður Björnsson sá ágæti félagi hannaði bygginguna og formaður húsbyggingamefndar var kjörinn Stefnir Helgason. Var klúbburinn í forystu um framkvæmdina frá upphafi. Byggingunni var ákveðinn staður á afar fallegu svæði í landi jarðarinnar Lækjarbotna,sem er í lögsögu Kópavogs. Ríkti mikil bjartsýni hjá Lionsmönnum um framkvæmdina.Eftir að tekinn hafði verið grunnur vorið 1967, botnplata steypt, rafmagn og vatn leitt að, hófst sjálf bygging hússins.

kópasel_réttarkaffiHleypti þetta miklum krafti í starf klúbbsins. Segja má, að þarna hafi allir orðið að frábærum iðnaðarmönnum í hinum ýmsu greinum, vissulega undir stjón alvöru fagmanna. Unnið var á kvöldin og um allar helgar og var vinnugleði mikil.

í f]áröflunarskyni var þrisvar efnt til happdrættis og skilaði það mjög góðum árangri. Þá voru félagarnir, sérstaklega formaður byggingamefndarinnar, afar glúmir að fá afslátt af efni og ýmsum aðföngum hjá fyrirtækjum í bænum og víðar.

Heildarkostnaður var um þrjár milljónir króna, þar af vinnuframlag félaga klúbbsins kr. 423 þús. Happdrættin gáfu af sér kr. 460 þús., önnur framlög, afslættir o.fl. kr. 400 þús. Kvenfélag Kópavogs lagði til kr. 120 þús. Og frá Sumardeginum fyrsta komu kr. 160 þús. Bæjarsjóður Kópavogs lagði til kr. 1.300.000.

Síðar reisti klúbburinn 100 fermetra viðbyggingu, sem tekin var í notkun 1979.