Fyrstu árin

Stofnun Lionsklúbbs Kópavogs

Fyrsta stjórn klúbbsins 1959Frá vinstri talið Þorvarður Árnason, Ólafur H. Jónsson og Brynjúlfur DagssonMeð þeim á myndinni eru Sigurður Grétar Guðmundsson pípu­lagningameistari og Gunnar Guðmundsson fyrrverandi skólastjóri.
Frá stofnfundi klúbbsins 1959
Frá stofnfundi klúbbsins

Lionsklúbbur Kópavogs var stofnaður á sérstökum fundi í Félagsheimili Kópavogs 13. maí 1959 og er því 50 ára nú í vor. Á fundinum voru þeir Þór Guðjónsson umdæmisstjóri, Einvarður Hallvarðsson l'yrrverandi umdæmisstjóri og Ólafur Jónsson umdæmisritari. Stofnendur voru 26, flestir á þrítugsaldri eða rúmlega það. Þrír þeirra eru enn starfandi í klúbbnum þeir Grétar Kristjánsson, Pétur Sveinsson og Sigurður Kjartansson.

Friðrik Haraldsson, einn stofnfélaganna, er enn starfandi í hreyfingunni, í Lionsklúbbnum Muninn, en hann beitti sér fyrir stofnun hans árið 1971, að áeggjan Björns Guðmundssonar umdæmisstjóra. Stofnskrárfundur var haldinn í Þjóðleikhúskjallaranum síðar í mánuðinum hinn 23. og sóttu hann, auk stofnendanna 26, nokkrir fulltrúar af landsþingi hreyfingarinnar. Aðalhvatamaður að stofnun klúbbsins og fyrsti formaður var Brynjúlfur Dagsson héraðslæknir, en aðrir með honum í stjórn voru Ólafur Heiðar Jónsson ritari og Þorvarður Ámason gjaldkeri.

Brynjúlfur var mjög öflugur félagsmálamaður, en hann lést um aldur fram, á fjórða starfsári klúbbsins. Var þá stofnaður sjóður í minningu Brynjúlfs, sem ber nafn hans, en sjóðnum er ætlað að styrkja börn til dvalar á sumardvalarheimilum. Sú hefð komst á, og er í heiðri höfð, að senda árlega fatlaðan ungling úr Kópavogi til sumardvalar í Noregi.

Eitt af fyrstu verkefnum klúbbsins var að styrkja Leik- og föndurskóla, sem rekinn var í bænum og var það gert um nokkurt árabil, jafnframt var skátastarf í bænum veittur stuðningur. Sumargjafir og síðar jólagjafir voru gefnar vistmönnum á Kópavogshæli. Veittir hafa verið verðlaunabikarar til Breiðabliks vegna íþróttakeppni. Fæðingarheimili, sem hér var rekið um skeið, var veittur stuðningur og þá var orgelsjóður Kópavogskirkju styrktur.

Árið 1962 gekkst klúbburinn fyrir því, að reistur var á hinum forna þingstað minnisvarði um erfðahyllinguna í Kópavogi hinn 28. júlí árið 1662. Brynjúlfur Dagsson var í fararbroddi um þetta framtak.

Lionsklúbbur Kópavogs hélt sína fundi 2. og 4. hvern miðvikudag mánaðarins, upphaflega í Félagsheimili Kópavogs. Árið 1993 flutti klúbburinn í félagsheimili Lionsklúbbanna í bænum, Lund við Auðbrekku. Árið 2017 var félagsheimilið í Auðbrekku selt og frá þeim tíma hefur Lionsklúbburinn haldið fundi sína í Gala Veislusal á Smiðjuvegi 1.