Björn Guðmundsson

Minning

Kristinn Kristinsson

Þegar litið er yfir farinn veg í 50 ára starfi Lionsklúbbs Kópavogs koma í hugann fölmargir eftirminnilegir félagar sem horfnir eru á braut og settu mark sitt á félagsskapinn, bæði í leik og starfi. Margir þessara manna voru umsýslumenn á ýmsum sviðum og settu svip sinn á samfélagið í Kópavogi, hver með sínum hætti.

Einn þessara manna var Björn Guðmundsson stofnfélagi klúbbsins og heiðursfélagi.

Björn var fæddur á Akranesi en ólst upp á Laugarvatni þar sem faðir hans Guðmundur Ólafsson var kennari um áratuga skeið. Björn nam ungur klæðskeraiðn í Reykjavík og fór 22 ára gamall til Bandaríkjanna þar sem hann lærði fjöldaframleiðslu á karlmannafötum. Heimkominn starfaði hann að iðn sinni, bæði framleiðslu og sölumálum, en árið 1964 stofnaði Björn ásamt fleirum fyrirtækið Sportver h/f, Herrahúsið sem þekktast var á sinni tíð fyrir framleiðslu og sölu á Kóróna herrafötum og Lee Coper gallabuxum.

Árið 1984 gerðist Björn viðskiptafulltri Útflutningsráðs í Færeyjum og Danmörku og var sæmdur Danneborgsorðunni fyrir störf sín þar. Björn lauk starfsferlisínum sem móttökustjóri í

Bjöm GuðmundssonFæddur 1928 - dáinn 2007.

utanríkisráðuneytinu. Hann var í eðli sinu mikill og trúr félagsmálamaður, enda sóst eftir fulltingi hans. Hann sat í stjórn Félags íslenskra iðnrekenda um árabil og hann starfaði i Frímúrarareglunni.

En Lionshreyfingin átti hug hans allann og í klúbbnum okkar starfaði hann i 48 ár eða þar til kallið kom. Og þrátt fyrir fölbreytt félagsmálastörf og umfangsmikinn atvinnurekstur og síðar störf erlendis var taugin sterk til upprunans og hann mætti á fundi klúbbsins ef hann átti þess nokkurn kost. Björn var formaður klúbbsins, árið 1967-1968 og árið 1970-1971 var hann umdæmisstjóri Lions á Islandi.

Árið 1979 var Björn kosinn til tveggja ára setu í alþjóðastjórn Lions sem fúlltrúi Norðurlanda og var um árabil virkur í störfum á alþjóðavettvangi.

Björn var léttur i lund og einkar ljúfur maður enda gæfumaður í lifi sínu.

Hann var kvæntur Ástu Huldu Guðjónsdóttur og eignuðust þau þrjú börn. Ásta lést árið 1988. Seinustu árin var Björn í sambúð með Hjördísi Þorgeirsdóttur.

Lionsmenn í Kópavogi þakka Birni langa samferð og kveðja hann með virðingu og þökk.

Kristinn Kristinsson