Skötuveisla

Skötuveisla Lionsklúbbs Kópavogs er almennt haldin sunnudaginn fyrir jól. Á þriðja hundrað manns mæta til veislunnar árlega og bætist í á hverju ári. Allur ágóði rennur til líknar- eða menningarmála. Undanfarin ár hefur ágóði Skötuveislunnar runnið til viðgerðar á glerlistaverkum Gerðar Helgadóttur í Kópavogskirkju.