Landssöfnun Lions á Íslandi 17-19 apríl 2015 fyrir Rauða fjöður


Kópavogsbúar! 

Takið þátt í landssöfnun Lions á Íslandi 17-19. apríl n.k. fyrir Rauða fjöður. Markmiðið er að safna fyrir talgervli í samvinnu við Blindrafélagið, www.blind.is.

Lionsfélagar munið að taka frá helgina 17-19. apríl n.k. fyrir Rauða fjöður, landssöfnun Lions á Íslandi. Leggið ykkar lóð á vogaskálarnar til þess að söfnunin takist vel. Hver klúbbur felur fulltrúa eða nefnd að sjá um skipulagninguna fyrir klúbbinn. Lionsklúbbar skipuleggja söfnunina á sínu svæði. Söfnunarbaukar verða sendir til formanna væntanlega í byrjun mars og munu  leiðbeiningar um söfnunina fylgja með. 

Meira um þetta þegar nær líður að söfnunni.  Einnig má smella á Rauðu fjöðrina hér til hliðar of fá nánari upplýsingar á vef Lions á Íslandi.