Skýrsla Lionsklúbbs Kópavogs 2008-2009

 

Skýrsla frágengin í byrjun maí 2009

 

           Númer klúbbs:          4072-021297

            Stofndagur                13. maí 1959

           Fjöldi stofnfélaga      26

            Stofnskrárhátíð          23.maí 1959 

            Fundartími                 2. og 4. miðvikudag í mánuði kl 19:00

            Fundarstaður              Lionsheimilið Lundur, Auðbrekku 25 Kópavogi.

 

            Stjórn þessa starfsárs

            Formaður       Sæmundur  Alfreðsson

            Ritari              Magnús Björgvinsson

            Gjaldkeri        Rafnar Karlsson  

            Siðameistari   Ingvi Þór Þorkelsson

 

Í upphafi starfsárs voru félagar 42 en í lok starfsárs voru þeir 39. Hörður Jónasson lést  á árinu, Guðmundur Örn Árnason hætti vegna sjúkdóms og Sigurður Sævar Gunnarsson flutti burt af svæðinu.

Mæting á fundi var að meðaltali 81%.

 

Fjáröflun

Eins og að undanförnu hefur klúbburinn aflað fjár með útleigu á borðum, sem hann á með Lionsklúbbunum Ýr og Muninn. Sameiginlega sáu klúbbarnir um uppsetningu borða og stóla 26. mars  og niðurtekt 29. mars  2009   vegna landsfundar  Sjálfstæðisflokksins og lagði L.K. Kópavogs fram um 200 klst. vinnustundir.   Önnur fjáröflunarverkefni klúbbsins á þessu starfsári voru sala á hreinlætisvörum, jólavörum, bökunarfilmu,          laxapokum og nú sala á lopapeysum en klúbburinn fékk að gjöf töluvert magn af þeim frá félaga okkar Halldóri Sigurðssyni. Í styrktarsjóð var einnig selt dálítið af bókinni " Saga Kópavogs".

 

            Verkefni

             Eins og undanfarin á styrkti klúbburinn fatlaða ungling til dvalar í sumarbúðum í Noregi. Að þessu sinn var það Friðrik Þór Ólason sem fór í þessar sumarbúðir.

            Friðrik er hreyfihamlaður og bundinn við hjólastól, hann mætti á fund hjá L.K. Kópavogs 22. nóv. 2008 og lét afar vel af dvöl sinni í Noregi.

            Lionsklúbbur Kópavogs undir stjórn félaga í klúbbnum Sigurjóns Sigurðssonar læknis stóð fyrir mælingu á blóðsykri hjá fólki 15. október í Smáratorgi og framkvæmdi Sigurjón mælingarnar.

            Voru mældir 110 einstaklingar og þeim sem voru yfir eðlilegum mörkum bent á      að leita til læknis. Aftur var mældur blóðsykur hjá 27 Lionsfélögum  fyrir fund 29. apríl 2009.

            Styrktarsjóður úthlutaði styrkjum til Mæðrastyrksnefndar Kópavogs, Blindrabókasafns, Medic Alert og Orkester Norden

 

 

 

 Félagsstörf

            Á starfsárinu voru skráðir 15 reglulegir félagsfundir auk 2ja “konukvölda” og vinnufundar við borðauppsetningar í Laugardalshöll.

            Gestir og fyrirlesarar á fundum voru 7.

            Þeir voru:

            Pétur Eysteinsson félagi okkar sem fjallaði um Skógræktarfélag Kópavogs.

            Andri Stefánsson sviðsstjóri afrekssviðs ÍSÍ. fjallaði um Olympíuleikana í Peking.

            Friðrik Þór Ólason fjallaði um dvöl sína í sumarbúðum í Noregi.

            Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri fjallaði um eldvarnir á Rvk. svæðinu.

            Sr. Gunnar Sigurjónsson sagði okkur veiðisögur og jólasögur í desember.

            Magnús Ásgeirsson innkaupastjóri eldsneytis hjá N1, ræddi um olíumarkaðsmál.

            Ólafur Briem félagi fjallaði um kynningu á Lionshreyfingunni.

            Guðrún Björt Yngvadóttir umdæmisstjóri í umdæmi 109 A fjallaði um Lionsstarfið.

            Konukvöld voru haldin 14. nóv. og 15.mars og leikhús heimsótt.

            Skemmtikvöld fyrir aldraða Kópavogsbúa var haldið með Lkl. Muninum í Lundi

            félagsheimili klúbbanna og mættu um 140 mans.

            Ákveðið er að fara í vorferð í Skagafjarðarsýslur 30. og 31. maí n.k.

           

 Afmæli

 Lionsklúbbur Kópavogs verður 50 ára 13.maí 2009. Undirbúningur að afmælishófi sem haldið verður í Lionsheimilinu Lundi laugardaginn 16. maí er búinn að standa yfir á starfsárinu. 


Skipuð hefur var afmælisnefnd sem hefur skipað hefur undirnefndir, ritnefnd og sögunefnd. Ritaðar hafa verið greinar um sögur klúbbsins og Lionshreyfinguna sem áformað er að gefa út í                             veglegu afmælisblað. Myndasería úr starfinu tekin saman, greinar og viðtöl birt í blöðum. Lionsgripum sem klúbburinn hefur fengið til varðveislu úr safni látins félaga okkar Björns Guðmundssonar,         alþjóðarstjórnarmanns Lions búinn umgjörð. Á meðal heiðursgesta í afmælishófi verður Rune Johansen Lionsmaður frá Noregi sem klúbburinn hefur átt áralöng samskipti við um sumarbúðadvöl fatlaðra unglinga.  Formaður afmælisnefndar er Garðar Briem.

 

Viðbót eftir afmælishóf

Klúbburinn fagnaði tímamótunum með fagnaði 13. maí sem tókst með ágætum.  Um 100 manns sóttu afmælishófið auk klúbbfélaganna sjálfra og maka var fyrrverandi félögum boðið og ekkjum látinna félaga.  Auk þeirra voru heiðursgestir:  Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri, Rune Johansen,  Daníel G. Björnsson fjölumdæmisstjóri og Guðrún Björt Yngvadóttir umdæmisstjóri.  Formaður Sæmundur Alfreðsson flutti ávarp um klúbbinn og tilgang hans, heiðursgestir fluttu árnaðaróskir og skiptust á gjöfum við klúbbinn.  Ólafur Stefán Sigurðsson flutti hátíðarræðu og fleiri ávörpuðu samkomuna. Veislustjóri var Gísli Guðmundsson. 


 Fjórir félagar voru heiðraðir og gerðir að Melvin Jones félögum fyrir mikið og gott starf í klúbbnum í gengum árin, þeir eru: Gunnar Reynir Magnússon, Ólafur St. Sigurðsson, Skúli Sigurðsson og Jónas Frímannsson.  Þá voru fjórir starfandi stofnafélagar heiðraðir.  Fjölumdæmisstjóri veitti Kristni Kristinssyni viðurkenningu frá alþjóðaforseta fyrir starfsframlag til húsnæðis Lionsklúbbanna í Kópavogi.

            Einsöngvari frá Tónlistarskóla Kópavogs söng, veitingamaður Lionssalarins Árni Þorsteinsson sá um veisluföng ásamt félaga Ólafi Georgssyni sem lagni fram rétti í veglegt forréttaborð. Fagnaðinum lauk með dansi.

                       

Stjórn næsta starfsár:

            Formaður        Sigtryggur Páll Sigtryggsson

            Ritari               Sigurjón Sigurðsson

            Gjaldkeri         Ólafur H. Georgsson

            Siðameistari    Sveinn Ingason.

 

 

            Varastjórn næsta starfsár:

            Formaður         Halldór Ólesen

            Ritari                Benedikt Blöndal

            Gjaldkeri          Tómas Guðmundsson

            Siðameistari     Sigurður Kjartansson