Saga Kópavogs

Eftir Kristinn Kristinsson

Það var í raun stórhuga ákvörðun þegar Lionsklúbbur Kópavogs samþykkti á fundi árið 1979 að standa fyrir útgáfu á Sögu Kópavogs i tilefni tuttugu ára afmælis klúbbsins. Fyrstu hugmyndir hniga að því að einskorða verkið við frumbýlisárin, það er tímabilið frá því byggð tók að myndast eflir 1935 og til stofnunar kaupstaðar árið 1955.
Saga Kópavogs

Þá var m.a. haft í huga að ennþá voru á lífi nokkrir af frumbyggjum Kópavogs og þótti fengur að fá hjá þeim þann hluta byggðasögunnar sem hvergi er skráður og einungis var geymdur í minningasjóði þeirra sem fyrstir brutu landið og upplifðu þá erfiðleika sem því var samfara.

Ritnefnd var skipuð til að stjórna verkinu og komst hún um síðir að þeirri niðurstöðu, að rétt væri að gefa út heildstætt verk er spannaði forsöguna og fram til fyrstu ára kaupstaðarins.

Kristinn Krinstinsson

Verkið reyndist yfirgripsmikið og þótti nauðsynlegt að skipa ví niður í þrjár bækur. l.bindi fékk undirtitilainn “Saga lnds og lýðs á liðnum öldum”, 2. bindi “Frumbyggð og hreppsár 1935-1955” og 3. bindi “Þættir úr kaupstaðarsögunni 1955-1985”.

Akveðið var að leggja áherslu á annað bindið um hreppsárin, en vinna jafnframt að samningu 1. og 3. bindis eftir því sem aðstæður leyfðu. 2. bindið kom síðan út árið 1983, en seinni tvö bindin ekki fyrr en árið 1990. Margt varð til að tefja framgang málsins og verða ástæður þess ekki tíundaðar hér.

Til ritstjómar völdust hinir hæfustu menn. I upphafi var áformað að prófessor Bjöm Þorsteinsson hefði veg og vanda af 1. bindinu, en honum entist ekki aldur til. Magnús Þorkelsson fornleifa- og sagnfræðingur tók þá að sér að rita sögu Kópavogs frá landnámi, en Arni Waag kennari sem ásamt fleirum ritar um dýralíf og náttúmfar annaðist einnig ritstjóm verksins. Þá er í þessu bindi all ítarleg og fróðleg skrá yfir örnefni í Kópavogslandi i samantekt Guðlaugs R. Guðmundssonar cand mag.


Ritstjóri 2. bindis er Adolf J.E.Petersen sem einnig ritar í bókina ásamt Andrési Kristjánssyni og Birni Þorsteinssyni. En megin mál bókarinnar ritar Lýður Björnsson sagnfræðingur. I ritinu eru einnig nokkur viðtöl sem Valgeir Sigurðsson átti við frumbyggja.

3. bindið spannar 30 fyrstu árin i sögu Kópavogskaupsstaðar frá stofnun hans 1955 til 1985. Ritstjórar em Andrés Kristjánsson og Björn Þorsteinsson fyrrverandi bæjarritari og rita þeir jafnframt megin mál verksins. Einnig skrifar Þórður Jóhann Magnússon um heilbrigðisþjónustuna.

I Sögu Kópavogs má fínna gífurlegan fróðleik um landið og örnefni þess, náttúmfar, dýralíf og mannlífið frá fyrstu tið til þéttbýlismyndunar. Það varð fljótlega ljóst þegar farið var að tína til heimildir i þetta verk að menn vom á ögurstund og seinna hefði ekki mátt hefjast handa.

Þó skráðar heimildir og fundagerðir væm aðgengilegar, þá vom á þessum tíma enn á lífi sumir þeirra manna sem um málin höfðu sýslað og þekktu söguna á bakvið samþykktir í fúndagerðum og ekki síður af því sem ekki var samþykkt og skráð. Þær frásagnir hafa líka sögulegt gildi.

Saga Kópavogs - saga Sunnuhlíðar

Ritsafnið var gefið út í allstóm upplagi og seldist vel og fékk almennt góðar viðtökur.

Ennþá em til um eitthundrað sett af verkinu og em þau til sölu hjá Lionsklúbbi Kópavogs.

Allur ágóði af sölu Sögu Kópavogs hefúr mnnið óskiftur til uppbyggingar í Sunnuhlið.