Um Klúbbinn‎ > ‎

SAMÞYKKTIR LIONSKLÚBBS KÓPAVOGS

Samþykktir Lionsklúbbs Kópavogs endurskoðaðar

Með lögum skal land vort byggja, en með ólögum eyða“, er haft eftir Njáli á Bergþórshvoli, er hann varði vinn sinn Gunnar á Hlíðarenda fyrir ásökunum frá Merði Valgarðssyni um að Gunnar hefði rofið sættir. Njáll, sem var manna lögfróðastur, hefur þekkt þetta orðatiltæki úr norrænum lögum og skilið manna best sannindi þessara orða.

Lionshreyfingin á orðið yfir 60 ára sögu hér á landi og starfar í 91 klúbbi með um 2280 félagsmenn. Það á við um allan félagskap líkt og þjóðfélög, að hann þarf að setja sér fastar reglur til að starfa eftir; annars er hætt á losarabrag og jafnvel óeiningu, ef stjórnir félaganna hverju sinni starfa eftir eigin geðþótta. Lionsklúbbunum ber að starfa í samræmi við reglur alþjóðahreyfingar Lions og uppfylla markmið og siðareglur hennar. Að öðru leyti hafa þeir frjálsar hendur hvernig þeir haga sínum innri málefnum. Lionshreyfingin á Íslandi hefur þá sérstöðu að fundarhöld og sameiginlegt starf klúbbanna liggur niðri yfir hásumarið frá júní til ágúst loka. En samkvæmt alþjóðareglum Lions tekur ný stjórn til starfa 1. júlí ár hvert. Þetta skapar vissann skipulagsvanda, því ef skipt er um stjórn að vori þarf að loka reikningum klúbbsins einum til tveimur mánuðum áður en stjórnin lætur að störfum, og ef skipt er um stjórn að hausti er engin lögleg stjórn í klúbbnum frá 1. júlí og fram í september.

Við í Lionsklúbbi Kópavogs höfum alltaf lagt mikið upp úr því að hafa fundi klúbbsins létta og skemmtilega en jafnframt fara að settum reglum um fundina og alla starfsemi klúbbsins. Á öðrum fundi í september er dreift prentaðri dagbók fyrir starfsárið þar sem m. a. eru skráðir allir fundir starfsársins, upplýsingar um félagana, embættismenn og nefndarmenn, siðareglur Lions og samþykktir klúbbsins. Samþykktunum hefur nokkrum sinnum verið breytt á umliðnum árum. Á síðasta starfsári voru þær endurskoðaðar og þeim breytt verulega. Teljum við nú að fundin sé lausn á stjórnarkjöri í klúbbnum þannig að stjórnin geti tekið við störfum 1. júlí í samræmi við reglur alþjóðahreyfingarinnar.

Davíð GíslasonSAMÞYKKTIR LIONSKLÚBBS KÓPAVOGS 1. grein

  Heiti klúbbsins er Lionsklúbbur Kópavogs og er hann aðili að alþjóðasambandi Lionsklúbba. Heimilisfang klúbbsins er Auðbrekka 25-27 í Kópavogi. 1. grein

  Tilgangur klúbbsins er að stuðla að gagnkvæmum kynnum klúbbfélaga og efla samhug meðal þeirra með það fyrir augum að þeir styðji hver annan í starfi með dugnaði, trúmennsku og umburðarlyndi. Jafnframt er það tilgangur klúbbsins að stuðla að framgangi mannúðar- og menningarmála og velferðarmála bæjarfélagsins.

  Tilgangi klúbbsins er nánar getið í lögum alþjóðasambands Lionsklúbba, enda lúta klúbbfélagar almennum ákvæðum þeirra laga. 1. grein

  Klúbbfélagi getur hver sá orðið, sem boðin er þátttaka í klúbbnum með einróma samþykki klúbbfélaganna.

  Leitast skal við að velja félaga í klúbbinn úr hinum ýmsu þjóðfélagsstéttum. Uppástungu um væntanlegan félaga skal komið á framfæri við félaganefnd, sem fjallar um málið og kemur erindi þar að lútandi til stjórnar. Stjórnin kannar síðan hug félagsmanna til hins væntanlega félaga. 1. grein

Allir félagar greiði árgjald til klúbbsins. Árgjaldið er til þess að:

 1. Greiða þátttökugjald til alþjóðasamtakanna.

 2. Greiða þátttökugjald til umdæmisins.

 3. Standa undir eðlilegum útgjöldum vegna félagsstarfsins.

Stjórnin ákveður hæfilegt árgjald hverju sinni og tilkynnir um það á aðalfundi.

Árlega skal fara fram fjáröflun, sem gangi til styrktarsjóðs og má ekki blanda þeim fjármunum saman við félagssjóð. Úr styrktarsjóði skal veita framlög til þeirra verkefna, sem klúbburinn ákveður hverju sinni. Heimilt er að stofna fleiri sjóði, t.d. minningarsjóði, sem starfi þá eftir sérstakri reglugerð og skal þá hverjum sjóði ákveðin sérstök fjáröflun önnur en til styrktarsjóðs. 1. grein

  Kjörtímabil stjórnar er frá 1. júlí til 30. júní næsta árs. Stjórn klúbbsins er skipuð formanni, ritara og gjaldkera. Varastjórn er skipuð varaformanni, vararitara og varagjaldkera. Varastjórn er kjörin til loka starfsársins en tekur þá við stjórn klúbbsins í eitt ár. Sami háttur er hafður um kjör siðameistara, en stallari skal kosinn árlega og starfar hann samkvæmt siðvenju klúbbsins. Almennur félagsfundur kýs fulltrúa á umdæmisþing, en að öðru leyti skipar stjórnin mönnum í embætti og nefndir, sem lúta forræði stjórnarinnar.
  Skal aðal reglan vera sú, að stjórnin tilnefni menn í þær á aðalfundi. Fleiri nefndir má þó skipa síðar, ef ástæða þykir til.


Aðalfundur skal haldinn árlega á fyrsta fundi starfsársins.

Dagskrá aðalfundar:

 1. Skýrsla fráfarandi stjórnar um liðið starfsár.

 2. Endurskoðaðir reikningar liðins starfsárs lagðir fram til samþykktar.

 3. Breytingar á samþykktum klúbbsins.

 4. Kosning varastjórnar fyrir starfsárið.

 5. Kosning varasiðameistara og stallara.

 6. Kosning endurskoðanda fyrir klúbbinn.

 7. Önnur mál.


Fundir skulu haldnir tvisvar í mánuði, september til maí, en falla niður júní til ágúst. Þó skal seinni desemberfundurinn falla niður.

Heimilt er hverjum félaga að taka með sér gest á klúbbfundi að höfðu samráði við formanninn.

Heimilt er að skrá aukafélaga í eitt ár í senn og greiði hann þá félagsgjöld.6. grein

Félögum klúbbsins ber að mæta á öllum fundum nema um forföll sé að ræða, sem stjórn klúbbsins metur gild. Eftirtaldar ástæður skal þó meta sem gildar fjarvistir og ígildi mætingar:

  1. Ef mætt er á fundi í öðrum klúbbi.
  2. Ef mætt er á stjórnarfund eða nefndarfund í eigin klúbbi.
  3. Ef mætt er á aukafund eða við sérstaka athöfn í eigin klúbbi.
  4. Ef mætt er á aðra fundi eða samkomur, sem efnt er til á vegum Lionshreyfingarinnar.
   Ofanritað gildir því aðeins að mætingar þessar hafi átt sér stað 13 dögum fyrir eða eftir þann fund, sem ekki var mætt á.
  5. Veikindi
  6. Ef félagi getur ekki mætt vegna vinnu eða ferðalaga, sem öðru hverju fellur á fundartíma.
  7. Önnur tilvik, sem stjórn klúbbsins kann að viðurkenna. 1. grein

  Ef starfsemi klúbbsins hættir, ganga eignir hans og skjöl til viðkomandi umdæmis.


 2. grein

  Samþykktum þessum má aðeins breyta á aðalfundi og skulu tillögur þar að lútandi vera lagðar fram eigi síðar en á næsta fundi fyrir aðalfund
  . Samþykktum þessum verður ekki breytt nema þeim greiði atkvæði ¾ mættra félagsmanna á aðalfundi.Samþykkt á aðalfundi 11. september 2013.Ċ
Ómar Þorsteinsson,
Oct 6, 2017, 1:13 AM
Comments