Forsíða‎ > ‎blog‎ > ‎

Vorferð til Vestmannaeyja

posted Apr 25, 2012, 4:21 PM by Ómar Þorsteinsson

Vestamannaeyjar: Nafngift og landnám 

Séð yfir höfnina í Vestmannaeyjum, Heimaklettur til vinstri. Bjarnareysést bak við Eldfellshraun til hægri.

Fyrstu heimildir um Vestmannaeyjar eru í Landnámu (Sturlubók), þar sem segir frá Ingólfi Arnarsyni, fyrsta landnámsmanninum. Þegar hann kom til landsins dvaldist hann einn vetur á Ingólfshöfða, og hélt svo vestur með landinu í leit að öndvegissúlunum sínum. Þá fann hann bæ Hjörleifs, fóstbróður síns, og var hann þar látinn; hafði hann þá verið myrtur af þrælum sínum. Úti af Hjörleifshöfða sá hann eyjaklasa suður af Landeyjum og datt honum til hugar að þrælarnir hafi farið þangað. Eyjarnar voru þá nefndar eftir þrælunum, en þeir voru af írsku bergi brotnir og Írar og Skotar voru gjarnan kallaðir Vestmenn á þessum tíma. Ingólfur elti þrælana uppi og drap þá, og eru mörg örnefni á eyjunum gefin eftir þrælunum. Meðal þeirra erHelgafell, nefnt eftir Helga sem var veginn þar, og Dufþekja í Heimakletti, en hún er nefnd eftir Dufþaki sem sagður er hafa hoppað þar niður til að komast hjá því að falla fyrir sverði Ingólfs. Eins og segir í Landnámu:

Ingólfur gekk þá upp á höfðann og sá eyjar liggja í útsuður til hafs; kom honum það í hug, að þeir mundu þangað hlaupið hafa, því að báturinn var horfinn; fóru þeir að leita þrælanna og fundu þá þar sem Eið heitir í eyjunum. Voru þeir þá að mat, er þeir Ingólfur komu að þeim. Þeir urðu felmtsfullir, og hljóp sinn veg hver. Ingólfur drap þá alla. Þar heitir Dufþaksskor, er hann lést. Fleiri hljópu þeir fyrir berg, þar sem við þá er kennt síðan. Vestmannaeyjar heita þar síðan, er þrælarnir voru drepnir, því að þeir voru Vestmenn.

Samkvæmt Hauksbók var fyrsti landnámsmaður eyjanna Herjólfur Bárðarson, sonur Bárðar Bárekssonar. Hann settist að í Herjólfsdal á 10. öld og hafa margar kenningar verið uppi um hvar í dalnum þessi fyrsta byggð var staðsett. Margrét Hermanns Auðardóttir fornleifafræðingur hóf uppgröft í Herjólfsdal sumarið 1971 og vann þar fimm sumur. Við uppgröftinn kom í ljós að byggð í Herjólfsdal var mun eldri en áður hefur verið talið eða frá því snemma á 9. öld.

Í Sturlubók, sem er eldri heimild en Hauksbók, segir hins vegar að Ormur auðgi Bárðarson, bróðir Herjólfs, hafi fyrstur byggt Eyjar. Hauksbók segir að Ormur auðgi hafi verið Herjólfsson.

Herjólfur er sagður hafa átt dótturina Vilborgu, sem eftir grjóthrun sem lagði bæ Herjólfs í eyði fluttist á Vilborgarstaði við vatnsbólið Vilpu. Samkvæmt sögunni varaði hrafn Vilborgu við grjóthruninu og bjargaði þannig lífi hennar.

Frá tíma Herjólfs Bárðarsonar hefur verið byggð samfellt á eyjunni, þó svo að íbúafjöldinn hafi tekið stórar dýfur þrisvar síðan þá - fyrst um helmingsfækkun íbúa þegar að um þrjú hundruð manns voru numin á brott íTyrkjaráninu árið 1627, svo í ungbarnadauðanum á 18. öld, og loks í Heimaeyjargosinu 1973 þegar að yfir 6 mánaða skeið bjuggu eingöngu um 200 manns á Heimaey. Þegar gosið hófst var íbúafjöldi bæjarins hins vegar 5.273 (1. desember 1972).


Textinn hér að ofan er fenginn af vefsíðu um wikipedia.org  um Vestmannaeyjar sjá nánar hér:  http://is.wikipedia.org/wiki/Vestmannaeyjar 


Dagskrá ferðarinnar er hér að neðan og einnig er hægt að prenta úr pdf skjalið sem er neðst á síðunni.Dagskrá vorferðar LK 2.júní 2012


Kl. 10:00 Farið frá Lundi og ekið um Suðurland í átt að Landeyjahöfn.

Kl. 11:30 Áð við Seljalandsfoss og tekið til altaris.

Kl. 21:10 Stigið um borð í rútuna í Landeyjahöfn (okkar rúta bíður í Landeyjahöfn )

Kl. 12:30 Ekið niður í Landeyjahöfn og stigið um borð   í Herjólf kl.1300.

Kl. 13:40 Komið til Vestmannaeyja og boðið upp á  súpu, brauð og kaffi á eftir að Kaffi Kró

Kl. 14:30 Rútuferð um Vestmannaeyjar með leiðsögn og markverðir hlutir skoðaðir.  (2 1/2 klst)

Kl. 18:00 Kvöldverður að Kaffi Kró ( Forréttur, aðalréttur og eftirréttur að hætti Eyjamanna

Kl. 19:00 3 ja manna hljómsveit mætir á svæðið  og syngur Eyjalög

Kl. 20:00 Gengið frá Kaffi Kró um borð í Herjólf ( 2 mín.)

Kl. 20:30 Herjólfur fer frá Vestmannaeyjum

Kl. 23:10 Heimkoma að Lundi.

Ċ
Ómar Þorsteinsson,
Apr 25, 2012, 4:21 PM
Comments