Forsíða‎ > ‎blog‎ > ‎

Vandamálið sem enginn talar um (er vandamál Sunnuhlíðar)

posted Mar 15, 2014, 5:05 AM by Ómar Þorsteinsson
Bakað á Sunnuhlíð fyrir jólin

Karl Garðarsson birti góða grein í Fréttablaðinu í morgun um ástand öldrunarmála. Í því samhengi vil ég vekja athygli á erfiðri stöðu Sunnuhlíðarsamtakanna, sem ráku Öldrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi fram til síðustu áramóta, en á nú í nauðarsamningum við ríkið um yfirtöku á þeim rekstri.

Frjálsum félagasamtökum eins og Sunnuhliðarsamtökunum er gert ógerlegt að sinna slíki þjónustu vegna þeirrar umgjarðar sem hefur verið sköpuð um öldrunarþjónustu hér á landi.

Lionsklúbbur Kópavogs hvetur alla alla Kópavogsbúa til að kynna sér öfluga starsemi þeirra félagasamtaka sem standa að Sunnuhlíðarsamtökunum og þann vanda sem Sunnuhlíðarsamtökin hafa staðið frammi fyrir í rekstri Sunnuhlíðar vegna skorða sem sem öldrunarþjónustu er sett. Heilbrigðisráðuneytið mun nú glíma næstu 10-12 mánuði við að finna almenna lausn á rekstrinum og ákvarða um framtíð Öldrunarþjónustu Sunnuhlíðar. Upplýst og samhent getum við Kópavogsbúar lyft grettistaki. Skapað öldruðum gott ævikvöld í Kópavogi.

Ómar Þorsteinsson
Varafulltrúi Lionsklúbbs Kópavogs í fulltrúaráði Sunnuhliðasamtakanna


Sunnuhlíð í Kópavogi


Aðildarfélög Sunnuhlíðar

Aðildarfélög að sjálfseignarstofnuninni Hjúkrunarheimili aldraðra eru nú 11.  Í upphafi voru félögin 9, en eitt félag hefur hætt starfsemi og 3 félög hafa gengið til liðs við samtökin.

Lionsklúbbur Kópavogs
Lionsklúbburinn Muninn
Lionsklúbburinn Ýr
Soroptimistaklúbbur Kópavogs
Rotaryklúbbur Kópavogs
Rotaryklúbburinn Borgir
Kópavogsdeild Rauða krossins
Kiwanisklúbburinn Eldey
Félag eldri borgara í Kópavogi
Kvenfélag Kópavogs
Safnaðarfélag Digranessókna
Comments