Forsíða‎ > ‎blog‎ > ‎

Tölvunámskeið fyrir Lionsklúbbinn

posted Sep 28, 2017, 2:17 AM by Ómar Þorsteinsson
Páll Beck og Ómar Þorsteinsson munu halda tölvunámskeið fyrir Lionsfélaga laugardaginn 7 október klukkan 9:30-12:00.

Námskeiðið verður haldið í Ármúla 31.

Þeir sem eiga ferðatölvu eða spjaldtölvu ættu að hafa hana meðferðis. Þeir sem ekki eiga tök á því, fá alla aðstoð og sýnikennslu á staðnum engu að síður.

Kynnig verður á þeim kerfum sem Lionsklúbburinn er að nota, s.s. Innri vef og möppum nefnda og fl.

Kynning verður á ritvinnsluna sem Google Doc hefur upp á að bjóða og hvernig hægt er að deila fundargerðum með henni og öðru úr daglegu starfi.

Einnig verður kynning á Facebook, SnapChat og instagram sem hægt er að nota í þágu klúbbsins.

Allir félagar eru hvattir til að mæta og nýta sér þessa langþráðu kynningu.


Fyrirhugað er annað námskeið eftir áramót fyrir þá sem ekki komast á þetta námskeið..
Comments