Forsíða‎ > ‎blog‎ > ‎

Styrkveiting Gleraugnanefndar

posted Mar 24, 2013, 5:07 AM by Ómar Þorsteinsson
Þann 7 mars s.l. veitti Gleraugnanefnd Lionsklúbbs Kópavogs, Kristínu Gunnarsdóttur Sjónfræðingi hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga,tvö hundruð þúsund króna styrk fyrir hönd Lionskúbbs Kópavogs vegna Kúpuverkefnis hennar. Kristín fór til Kúbu þann 15.mars með u.þ.b. eitt þúsund gleraugu sem hún mun gefa þurfandi einstaklingum, bæði fulloðnum og börnum. Vöruskortur og fátækt er megin orsök þess að börn geti ekki stundað skólagögnu vegna slæmrar sjónar. Lionsklúbbur Kópavogs er því stoltur af því að liðsinna henni í þessu verkefni hennar.  

Gleraugnaverslanir í Kópavogi og Lionsklúbbur Kópavogs stóðu sameiginlega fyrir söfnun gleraugna í þessu verkefni og höfum við átt afar ánægjulega samvinnu við starfsfólk í öllum þessum verzlunum.

Gleraugnaverzlanarnir eru:
Ég C í Hamrborg
Optical Studio Smáralind og
PLUS MINUS Optic Smáralind.Kristín við mælingar á gleraugum

Kristín við mælingar á gleraugum sem gefa á fátækum á Kúpu.
Kristín með hluta af þeim eitt þúsund gleraugm sem fara til Kúbu

Kristín með hluta af þeim u.þ.b. eitt þúsund gleraugum sem hún tekur með sér til Kúbu

frá afhendingu styrksins

 Frá afhendingu styrksins, talið frá vinstri. 
Pétur Sveinsson, Kristín Gunnarsdóttir og Jónas Frímannsson
Comments