Forsíða‎ > ‎blog‎ > ‎

Skógarhögg í Fljótshlíð

posted Oct 26, 2016, 3:17 PM by Ómar Þorsteinsson
Hauststarf Lionsklúbbs Kópavogs hófst með látum í ár. Farið var í Flótshlíðina laugardaginn 3 september og tilefnið var skógarhögg. Á Heylæk í Fljótshlíð er mikil skógrægt og leituðu skógræktarbændur eftir aðstoð Lionsklúbbs Kópavogs við grisja mikinn Lerkiskóg sem farinn er að vaxa úr sér.  Úr varð hin skemmtilegasta fjölskylduferð og fengu allir, stórir og smáir að taka til hendinni eins og myndirnar sýna.    

 
            Ungu strákarnir tóku til hendinni
 

Boðið var upp á hádegismat og að loknu dagsverki upp á glæsilega grillmáltíð að hætti hússins. Þetta varð að eftirminnanlegum degi, afrakstur skógarhöggsins fer óskertur í líknarsjóð klúbbsins.
Viðurinn verður þurkaður og er kjörinn sem eldiviður.   

Eldiviðurinn er seldur hjá Blikkás - Funa

Blikkás - Funi ehf. 
Smiðjuvegi 74 (Gul gata) - 200 Kópavogi 
Sími: 515-8700
 Lerkið er hinn besti eldiviður. 

Comments