Forsíða‎ > ‎blog‎ > ‎

Sala Rauðu fjaðrarinnar gengur vel

posted Apr 10, 2011, 4:17 AM by Ómar Þorsteinsson
Sala á Rauðu fjöðurinni hefur gengið vel hér í Kópavogi.  Lionsklúbbur Kópavogs, Lionsklúbburinn Muninn og Lionsklúbburinn Ýr stóðu þétt saman að skipulagningu og sölu Rauðu fjaðrarinnar.  Strax á föstudagskvöldið voru allir baukar nánast fullir eftir daginn og fékk  Lionsklúbbur Kópavogs viðbótar sendingu af söfnunarbaukum. Laugardagurinn skilaði einnig góðum árangri.  Söfnuninni líkur í dag, sunnudag. 

Umsjónarmenn söfnunarinnar vilja þakka klúbbfélögum gott framlag og hve auðfengið var að fá menn til að taka vaktir. Einnig viljum við þakka Lionsklúbbnum Ýr og Lionsklúbbnum Munin fyrir frábært samstarf og hve liðlega gékk að skipta söfnunarstöðum á milli klúbbanna.
Lionsklúbbur Kópavogs þakkar eftirtöldum aðilum fyrir að styðja við bakið á Lionsklúbbunum í þessu söfnunarátaki.

Elko -  Lindir
Krónan - Lindir
BYKO - Breydd
Bónus Smiðjuvegi
Smáralind
Smáratorg
Nóatún Hamraborg
Vínbúðin - Dalvegi
Bónus - Ögurhvarfi
Kostur - Dalvegi
Netto - Salavegi
Comments