Forsíða‎ > ‎blog‎ > ‎

Lionsklúbbur Kópavogs 60 ára 1959-2019

posted May 25, 2019, 4:16 PM by Ómar Þorsteinsson   [ updated May 26, 2019, 8:28 AM ]

Afmælishátíð Lionsklúbbs Kópavogs

Lionsklúbbur Kópavogs 60 ára

1959-2019

Mikil og merk tímamót eru nú í sögu Lionsklúbbs Kópavogs. Klúbburinn var stofnaður þann 10 maí 1959 í Félagsheimili Kópavogs af ungum athafnamönnum úr bænum. Tuttugu og sex félagar voru á stofnfundinum og voru flestir á milli tvítugs og þrítugs. Nú 60 árum síðar héldum við upp á daginn með þremur stofnfélögum á níræðis- og tíræðisaldri.


Eiríkur hélt árshátíð,
er hann slyngur maður.
Þjóðin ljóna fór þar fríð,
hver frú og drengur glaður.

Svo orti Jónas Frímannsson.

Afmælishófið var haldið í veglegum veislusal Gólklúbbs Garðabæjar og Kópavogs í fögru umhverfi Vífilstaða að viðstöddum fjölda gesta.  Hinn landskunni og fjölhæfi Lionsmaður Einar Gunnar Bollason var veislustjóri.Skólahljómsveit Kópavogs tók á móti veislugestum með þéttri og vel útfærðri sveiflu. Unun var að hlusta á unglingana spila fumlaust og af miklu öryggi hvert lagið á fætur öðru þó napur vindurinn léki um þau. Saga Lionsklúbbsins og hljómsveitarinnar er þétt ofin en klúbburinn stóð lengi vel undir kostnaði við einkennisbúning sveitarinnar og enn spila krakkarnir í þeim búningum.

Heiðursgestir

Í veislunni voru 90 manns, þar á meðal heiðruðu okkur eftirlifandi ekkjur þeirra félaga sem nú eru gengnir og ber það vott um þau sterku félagslegu bönd sem myndast innan Lions.


Heiðursgestir voru bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson og Hulda Guðrún Pálsdóttir eiginkona hans, Fjölumdæmisstjóri Lions, Björg Bára Halldórsdóttir og Umdæmisstjóri 109A, Geirþrúður Fanney Bogadóttir og eiginmaður hennar Haraldur Árni Haraldsson.

Umdǽmisstjóri 109B átti ekki heimangengt.


Stjórn Lionsklúbbs Kópavogs
- afmælisnefndin -

Strákarnir sem hafa verið í forsvari klúbbsins á afmælisárinu hafa staðið sig frábærlega og höndlað sérhverja áskorun af mikilli festu og sýnt sig vel vaxna til starfans. Afmælisnefndin sem sá um útgáfu hins veglaga afmælisrits stóð í ströngu en afraksturinn sýnilega mjög góður. Fer þar fremstur meðal jafningja Garðar Briem sem stóð í brú afmælisnefndar allan tímann, bestu þakkir fyrir það Garðar. Baðið kom út örfáum dögum fyrir sjálft afmælið.


Kjaransorðan

Þeim heiðursmönnum, Sigurði Kjartanssyni, Grétari Kristjánssyni og Pétri Sveinssyni var veitt Kjaransorðan sem er æðsta viðurkenning Lionshreyfingarinnar á íslandi. Þeir eru jafnframt allir Melvin Jones Fellowship meðlimir.


Nýir félagar - lykill að langlífi

Tveir nýir félagar voru teknir í klúbbinn á þessum merku tímamótum. Það voru þeir Kristján Rafnsson og Erlingur E. Erlingsson.   Sigurður Kjartansson (93 ára) aldursforseti meðal eftirlifandi stofnfélaga, las þeim siðareglur Lions og tók þá formlega inn í klúbbinn við fögnuð og lófatak viðstaddra, enda yngist klúbburinn upp við hvern nýjan félaga og tryggir jafnframt langlífi hans.  (Sú saga gengur reyndar manna í millum að aðild að Lionsklúbbi Kópavogs efli hreysti og langlífi og um það er engu logið.)


Frá árinu 2010 hafa 15 manns gengið í klúbbinn og eru nú 45 félagar í honum og fundarsókn ætíð góð.  

Melvin Jones Fellowship viðurkenningar

“This Fellowship Award is the highest form of recognition and embodies humanitarian ideas consistent with the nature and purpose of lionism”


Á hátíðinni var tíu félögum veitt Melvin Jones Fellowship viðurkenning fyrir áralangt og trúfast starf innan klúbbsins, (nema kanski einum seḿ hefur nægt að vera þægur á fundum).

Þrettán félögum hefur því hlotnast þessi virðing á afmælisárinu sem nú er að líða, því á aðalfundi klúbbsins í haust fengu þrír félagar þessa æðstu viðurkenningu Lions. Það voru þeir Davíð Gíslason,Sigurjón Sigurðsson og Sigurjón Arnlaugsson.


Rjóðrið, LCIF, Heiðurssjóður Guðrúnar

Á hátíðinni veitti klúbburinn styrk að verðmæti einnar milljóna kóna til Rjóðursins - hvíldarheimilis fyrir langveik börn en Rjóðrið hefur verið helsti styrkþegi klúbbsins síðustu ár.   Einnig staðfesti klúbburinn veglegan styrk til LCIF Alþjóðahjálparsjóðs Lions.  


Í tilefni 60 ára afmælisins færði Lionsumdæmið á Íslandi Heiðurssjóði Guðrúnar Bjartar Yngvadóttur gjöf í nafni klúbbsins.  Fjölumdæmisstjóri, Björg Bára Halldórsdóttir færði formanni klúbbsins gjafabréf þessu til staðfestingar og færum við henni okkar bestu þakkir.

Ræðupúltið

Lionskúbburinn Ýr færði klúbbnum nýtt og ónotað ræðupúlt að gjöf. Mun það án efa nýtast klúbbnum vel og víst er að þaðan munu margar hnitnar stökurnar rata af vörum skeleggra ræðumanna.  Bestu þakkir til Ýr kvenna

Verkefni Lionsklúbbs Kópavogs

- Við leggjum lið -

Hallgrímur Pétursson var vitur maður.

Hann kvað.

"Huggun er manni mönnum að,

miskunn Guðs hefur svo tilskikkað."


Einar Benediktsson hafði líka sitthvað til málanna að leggja.

Hann orti.

"Maðurinn einn er ei nema hálfur,

með öðrum er hann meiri en hann sjálfur"

Það er í þessu samhengi sem einkunnarorð Lions “Við leggjum lið” hljóma svo sterkt.


skolahljomsveit-kopavigs

Skólahljómsveit Kópavogs
Unun var að hlusta á unglingana spila


sjtorn-lionsklubbs-kopavogs-2018-2019
Stjórn Lionsklúbbs Kópavogs
Frábær stjórn Lionsklúbbs Kópavogs á afmælisárinu. Frá vinstri talið Páll Þórir Beck ritari, Eiríkur Þór Magnússon formaður, Hafþór Hallgrímsson gjaldkeri og Gísli H. Guðmundsson siðameistar


nyjir-felagar

Nýir félagar

Erlingur E. Erlingsson, Högni Guðmundsson meðmælandi,Kristján Rafnsson, Eiríkur Magnússon og Sigurður Kjartansson


fyrsta-stjorn-lionsklubbs-kopavogs

Fyrsta stjórn klúbbsins 1959

Frá vinstri talið Þorvarður Árnason, Ólafur H. Jónsson og Brynjúlfur Dagsson Með þeim á myndinni eru Sigurður Grétar Guðmundsson og Gunnar Guðmundsson.


melvin-jones-felagar

Melvin Jones Fellowship

Björg Bára Halldórsdóttir fjölumdæmsistjóri,Ásvaldur Andrésson,Sæmundur Alfreðsson,,Halldór Friðrik Olesen,Tómas Guðmundsson,Gísli H Guðmundsson,Ingvi Þór Þorkelsson,Jörgen Ernst Moestrup,Guðmundur Hannesson,Halldór Sigurðsson,Ómar Þorsteinsson,Geirþrúður Fanney Bogadóttir umdæmisstjóri 109A, sitjandi er Sigurður Kjartansson aldursforseti og stofnfélagi.


formadurinn
Eiríkur Magnússon formaður,  Sigríður Haraldsdóttir formaður Ýr og Bára M Eiríksdóttir og gjaldkeri Ýr og ræðupúltið.

veislustjori
Einar Bollason veislustjóri


Verkefni Lionsklúbbsins hafa því verð ærin í gegnum tíðina. Á sextíu árum hefur víða verið komið við og margir lagt hönd á plóginn. Væri það að æra óstöðugan að telja það allt upp hér. Í dag einbeitum við okkur að Rjóðrinu - dvalarheimili fyrir langveik börn.  Nýr fjölnota bíll með hjólastólalyftu var keyptur fyrir nokkru að vermæti sjö milljónir króna. Enn er klúbburinn að vinna fyrir Rjóðrið og er margt spennandi í pípunum.


Klúbburinn styrkti á árinu myndarlega við viðgerðir á glerlistaverkum Gerðar Helgadóttur í Kópavogskirkju en í þeim eru mikil menningarverðmæti sem lágu undir skemmdum.


Einnig tökum við þátt í föstum verkefnum Lionshreyfingarinnar eins og Landssöfnun Rauðu fjaðrarinnar og Alþjóðadagi sykursjúkra með blóðsykurmælingum á Smáratorgi.  Af mörgu öðru er að taka en í því sambandi vísa ég á Afmælisrit Lionsklúbbsins sem fylgir þessu Lionsblaði og á heimasíðu klúbbsins.Hátíðinni lauk með tilþrifum

Karlakór Kópavogs tók lagasyrpu sem fékk flesta til að rísa úr sætum.  Karlaraddirnar fylltu hvern krók og kima salarins og lét engan ósnortinn.  Garðar Cortes stjórnandi kórsins hefur gert kraftaverk með þennann svo til nýja kór. Kunnum við þeim okkar bestu þakkir fyrir að hjálpa okkur að gera 60 ára afmælið ógleymanlegt.


fjolumdaemisstjori

Fjölumdæmisstjóri Björg Bára Halldórsdóttir

Umdæmisstjóri 109A Geirþrúður Fanney Bogadóttir
Eiríkur Magússon formaður og Páll Beck ritari.


kjaransordan

Kjaransorðan

Sigurður Kjartansson 93 ára var með “eldri” stofnfélögum en hann var tæplega 33 ára við stofnun hans, fæddur 1926.  

Grétar Kristjánsson 80 ára var tæplega 21 árs á stofnfundinum, fæddur 1938.

Pétur Sveinsson, 82 ára var 22 ára við stofnun klúbbsins, fæddur 1936


hopmynd
Allir Lionsfélagar.

Meðlimir Lionsklúbbs Kópavogs

Á mynd, frá vinstri.

Sigurður Kjartansson (Stofnfélagi),Sigtryggur P Sigtryggsson,Sigurjón Sigurðsson,Hans Ágúst Einarsson,Gunnar Aðalsteinsson,Ómar Þorsteinsson,Tómas Guðmundsson,Jón Magnús Kristinsson,Einar T Jónsson,Garðar Briem,Davíð Gíslason,Sæmundur Alfreðsson,Jóhann B Steinsson,Jóhann D. Kristjánsson,Kristján Rafnsson,Sigurjón Arnlaugsson,Högni Guðmundsson,Einar G Bollason,Halldór Friðrik Olesen,Pétur Eysteinsson,Benedikt Blöndal,Páll Björnsson,Gísli H Guðmundsson,Grétar Kristjánsson (Stofnfélagi),Jónas Frímannsson,Örn Jónsson,Eiríkur Þ Magnússon,Hafþór Hallgrímsson,Ingólfur Kristmundsson,Rafnar K Karlsson,Ólafur H Georgsson


Vantar á mynd:

Ásvaldur Andrésson,Baldur Sigurgeirsson,Erlingur E Erlingsson,Guðmundur Hannesson,Halldór Sigurðsson,Haukur Hauksson,Ingvi Þór Þorkelsson,Jörgen E Moestrup,Kristinn Kristinsson,Ólafur Briem,Ólafur Stefán Sigurðsson,Páll Þ. Beck,Pétur Sveinsson (Stofnfélagi),Skúli Sigurðsson


melvin-jones

Melvin Jones Fellowship

Davíð Gíslason,Sigurjón Sigurðsson og Sigurjón Arnlaugsson.


heidursgestir
Vinstra megin er Einar Bollason,Ármann Kr. Einarsson,Björg Bára Halldórsdóttir,Eiríkur Magnússon, Páll Beck. Hægra megin á mynd er Sigrún Ingólfsdóttir,Hulda Guðrún Pálsdóttir,Geirþrúður Fanney Bogadóttir,Gísli H. Guðmundsson


karlakor-kopavogs
Karlakór Kópavogs söng svo fyllti hvern krók og kima.

Ný heimasíða í smíðum

Í tilefni af 60 ára afmæli klúbbsins hefur verið ráðist í að endurhanna og “vefa” nýja heimasíðu. Gert er ráð fyrir að hún verði tekin í notkun á nýju starfsári í haust. Vefslóðin er www.yourlk.org.   Fylgist með okkur þar, einnig á Facebook síðu okkar https://www.facebook.com/Lionsklubburkopavogs.


Afmælisrit Lionsklúbbs Kópavogs fylgir með þessu Lionsblaði og verður það einnig aðgengilegt á vefnum okkar.


Afmælis- og hátíðarkveðjur til ykkar ykkar allra

Lionsklúbbur Kópavogs

Ómar Þorsteinsson


Lionsklúbburinn þakkar Halardi Árna Haraldssyni fyrir myndir sem hann sem hann tók og birtast með þessari grein.


Comments