Lionsklúbbur Kópavogs 60 ára 1959-2019

posted May 25, 2019, 4:16 PM by Ómar Þorsteinsson   [ updated May 26, 2019, 8:28 AM ]

Afmælishátíð Lionsklúbbs Kópavogs

Lionsklúbbur Kópavogs 60 ára

1959-2019

Mikil og merk tímamót eru nú í sögu Lionsklúbbs Kópavogs. Klúbburinn var stofnaður þann 10 maí 1959 í Félagsheimili Kópavogs af ungum athafnamönnum úr bænum. Tuttugu og sex félagar voru á stofnfundinum og voru flestir á milli tvítugs og þrítugs. Nú 60 árum síðar héldum við upp á daginn með þremur stofnfélögum á níræðis- og tíræðisaldri.


Eiríkur hélt árshátíð,
er hann slyngur maður.
Þjóðin ljóna fór þar fríð,
hver frú og drengur glaður.

Svo orti Jónas Frímannsson.

Afmælishófið var haldið í veglegum veislusal Gólklúbbs Garðabæjar og Kópavogs í fögru umhverfi Vífilstaða að viðstöddum fjölda gesta.  Hinn landskunni og fjölhæfi Lionsmaður Einar Gunnar Bollason var veislustjóri.Skólahljómsveit Kópavogs tók á móti veislugestum með þéttri og vel útfærðri sveiflu. Unun var að hlusta á unglingana spila fumlaust og af miklu öryggi hvert lagið á fætur öðru þó napur vindurinn léki um þau. Saga Lionsklúbbsins og hljómsveitarinnar er þétt ofin en klúbburinn stóð lengi vel undir kostnaði við einkennisbúning sveitarinnar og enn spila krakkarnir í þeim búningum.

Heiðursgestir

Í veislunni voru 90 manns, þar á meðal heiðruðu okkur eftirlifandi ekkjur þeirra félaga sem nú eru gengnir og ber það vott um þau sterku félagslegu bönd sem myndast innan Lions.


Heiðursgestir voru bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson og Hulda Guðrún Pálsdóttir eiginkona hans, Fjölumdæmisstjóri Lions, Björg Bára Halldórsdóttir og Umdæmisstjóri 109A, Geirþrúður Fanney Bogadóttir og eiginmaður hennar Haraldur Árni Haraldsson.

Umdǽmisstjóri 109B átti ekki heimangengt.


Stjórn Lionsklúbbs Kópavogs
- afmælisnefndin -

Strákarnir sem hafa verið í forsvari klúbbsins á afmælisárinu hafa staðið sig frábærlega og höndlað sérhverja áskorun af mikilli festu og sýnt sig vel vaxna til starfans. Afmælisnefndin sem sá um útgáfu hins veglaga afmælisrits stóð í ströngu en afraksturinn sýnilega mjög góður. Fer þar fremstur meðal jafningja Garðar Briem sem stóð í brú afmælisnefndar allan tímann, bestu þakkir fyrir það Garðar. Baðið kom út örfáum dögum fyrir sjálft afmælið.


Kjaransorðan

Þeim heiðursmönnum, Sigurði Kjartanssyni, Grétari Kristjánssyni og Pétri Sveinssyni var veitt Kjaransorðan sem er æðsta viðurkenning Lionshreyfingarinnar á íslandi. Þeir eru jafnframt allir Melvin Jones Fellowship meðlimir.


Nýir félagar - lykill að langlífi

Tveir nýir félagar voru teknir í klúbbinn á þessum merku tímamótum. Það voru þeir Kristján Rafnsson og Erlingur E. Erlingsson.   Sigurður Kjartansson (93 ára) aldursforseti meðal eftirlifandi stofnfélaga, las þeim siðareglur Lions og tók þá formlega inn í klúbbinn við fögnuð og lófatak viðstaddra, enda yngist klúbburinn upp við hvern nýjan félaga og tryggir jafnframt langlífi hans.  (Sú saga gengur reyndar manna í millum að aðild að Lionsklúbbi Kópavogs efli hreysti og langlífi og um það er engu logið.)


Frá árinu 2010 hafa 15 manns gengið í klúbbinn og eru nú 45 félagar í honum og fundarsókn ætíð góð.  

Melvin Jones Fellowship viðurkenningar

“This Fellowship Award is the highest form of recognition and embodies humanitarian ideas consistent with the nature and purpose of lionism”


Á hátíðinni var tíu félögum veitt Melvin Jones Fellowship viðurkenning fyrir áralangt og trúfast starf innan klúbbsins, (nema kanski einum seḿ hefur nægt að vera þægur á fundum).

Þrettán félögum hefur því hlotnast þessi virðing á afmælisárinu sem nú er að líða, því á aðalfundi klúbbsins í haust fengu þrír félagar þessa æðstu viðurkenningu Lions. Það voru þeir Davíð Gíslason,Sigurjón Sigurðsson og Sigurjón Arnlaugsson.


Rjóðrið, LCIF, Heiðurssjóður Guðrúnar

Á hátíðinni veitti klúbburinn styrk að verðmæti einnar milljóna kóna til Rjóðursins - hvíldarheimilis fyrir langveik börn en Rjóðrið hefur verið helsti styrkþegi klúbbsins síðustu ár.   Einnig staðfesti klúbburinn veglegan styrk til LCIF Alþjóðahjálparsjóðs Lions.  


Í tilefni 60 ára afmælisins færði Lionsumdæmið á Íslandi Heiðurssjóði Guðrúnar Bjartar Yngvadóttur gjöf í nafni klúbbsins.  Fjölumdæmisstjóri, Björg Bára Halldórsdóttir færði formanni klúbbsins gjafabréf þessu til staðfestingar og færum við henni okkar bestu þakkir.

Ræðupúltið

Lionskúbburinn Ýr færði klúbbnum nýtt og ónotað ræðupúlt að gjöf. Mun það án efa nýtast klúbbnum vel og víst er að þaðan munu margar hnitnar stökurnar rata af vörum skeleggra ræðumanna.  Bestu þakkir til Ýr kvenna

Verkefni Lionsklúbbs Kópavogs

- Við leggjum lið -

Hallgrímur Pétursson var vitur maður.

Hann kvað.

"Huggun er manni mönnum að,

miskunn Guðs hefur svo tilskikkað."


Einar Benediktsson hafði líka sitthvað til málanna að leggja.

Hann orti.

"Maðurinn einn er ei nema hálfur,

með öðrum er hann meiri en hann sjálfur"

Það er í þessu samhengi sem einkunnarorð Lions “Við leggjum lið” hljóma svo sterkt.


skolahljomsveit-kopavigs

Skólahljómsveit Kópavogs
Unun var að hlusta á unglingana spila


sjtorn-lionsklubbs-kopavogs-2018-2019
Stjórn Lionsklúbbs Kópavogs
Frábær stjórn Lionsklúbbs Kópavogs á afmælisárinu. Frá vinstri talið Páll Þórir Beck ritari, Eiríkur Þór Magnússon formaður, Hafþór Hallgrímsson gjaldkeri og Gísli H. Guðmundsson siðameistar


nyjir-felagar

Nýir félagar

Erlingur E. Erlingsson, Högni Guðmundsson meðmælandi,Kristján Rafnsson, Eiríkur Magnússon og Sigurður Kjartansson


fyrsta-stjorn-lionsklubbs-kopavogs

Fyrsta stjórn klúbbsins 1959

Frá vinstri talið Þorvarður Árnason, Ólafur H. Jónsson og Brynjúlfur Dagsson Með þeim á myndinni eru Sigurður Grétar Guðmundsson og Gunnar Guðmundsson.


melvin-jones-felagar

Melvin Jones Fellowship

Björg Bára Halldórsdóttir fjölumdæmsistjóri,Ásvaldur Andrésson,Sæmundur Alfreðsson,,Halldór Friðrik Olesen,Tómas Guðmundsson,Gísli H Guðmundsson,Ingvi Þór Þorkelsson,Jörgen Ernst Moestrup,Guðmundur Hannesson,Halldór Sigurðsson,Ómar Þorsteinsson,Geirþrúður Fanney Bogadóttir umdæmisstjóri 109A, sitjandi er Sigurður Kjartansson aldursforseti og stofnfélagi.


formadurinn
Eiríkur Magnússon formaður,  Sigríður Haraldsdóttir formaður Ýr og Bára M Eiríksdóttir og gjaldkeri Ýr og ræðupúltið.

veislustjori
Einar Bollason veislustjóri


Verkefni Lionsklúbbsins hafa því verð ærin í gegnum tíðina. Á sextíu árum hefur víða verið komið við og margir lagt hönd á plóginn. Væri það að æra óstöðugan að telja það allt upp hér. Í dag einbeitum við okkur að Rjóðrinu - dvalarheimili fyrir langveik börn.  Nýr fjölnota bíll með hjólastólalyftu var keyptur fyrir nokkru að vermæti sjö milljónir króna. Enn er klúbburinn að vinna fyrir Rjóðrið og er margt spennandi í pípunum.


Klúbburinn styrkti á árinu myndarlega við viðgerðir á glerlistaverkum Gerðar Helgadóttur í Kópavogskirkju en í þeim eru mikil menningarverðmæti sem lágu undir skemmdum.


Einnig tökum við þátt í föstum verkefnum Lionshreyfingarinnar eins og Landssöfnun Rauðu fjaðrarinnar og Alþjóðadagi sykursjúkra með blóðsykurmælingum á Smáratorgi.  Af mörgu öðru er að taka en í því sambandi vísa ég á Afmælisrit Lionsklúbbsins sem fylgir þessu Lionsblaði og á heimasíðu klúbbsins.Hátíðinni lauk með tilþrifum

Karlakór Kópavogs tók lagasyrpu sem fékk flesta til að rísa úr sætum.  Karlaraddirnar fylltu hvern krók og kima salarins og lét engan ósnortinn.  Garðar Cortes stjórnandi kórsins hefur gert kraftaverk með þennann svo til nýja kór. Kunnum við þeim okkar bestu þakkir fyrir að hjálpa okkur að gera 60 ára afmælið ógleymanlegt.


fjolumdaemisstjori

Fjölumdæmisstjóri Björg Bára Halldórsdóttir

Umdæmisstjóri 109A Geirþrúður Fanney Bogadóttir
Eiríkur Magússon formaður og Páll Beck ritari.


kjaransordan

Kjaransorðan

Sigurður Kjartansson 93 ára var með “eldri” stofnfélögum en hann var tæplega 33 ára við stofnun hans, fæddur 1926.  

Grétar Kristjánsson 80 ára var tæplega 21 árs á stofnfundinum, fæddur 1938.

Pétur Sveinsson, 82 ára var 22 ára við stofnun klúbbsins, fæddur 1936


hopmynd
Allir Lionsfélagar.

Meðlimir Lionsklúbbs Kópavogs

Á mynd, frá vinstri.

Sigurður Kjartansson (Stofnfélagi),Sigtryggur P Sigtryggsson,Sigurjón Sigurðsson,Hans Ágúst Einarsson,Gunnar Aðalsteinsson,Ómar Þorsteinsson,Tómas Guðmundsson,Jón Magnús Kristinsson,Einar T Jónsson,Garðar Briem,Davíð Gíslason,Sæmundur Alfreðsson,Jóhann B Steinsson,Jóhann D. Kristjánsson,Kristján Rafnsson,Sigurjón Arnlaugsson,Högni Guðmundsson,Einar G Bollason,Halldór Friðrik Olesen,Pétur Eysteinsson,Benedikt Blöndal,Páll Björnsson,Gísli H Guðmundsson,Grétar Kristjánsson (Stofnfélagi),Jónas Frímannsson,Örn Jónsson,Eiríkur Þ Magnússon,Hafþór Hallgrímsson,Ingólfur Kristmundsson,Rafnar K Karlsson,Ólafur H Georgsson


Vantar á mynd:

Ásvaldur Andrésson,Baldur Sigurgeirsson,Erlingur E Erlingsson,Guðmundur Hannesson,Halldór Sigurðsson,Haukur Hauksson,Ingvi Þór Þorkelsson,Jörgen E Moestrup,Kristinn Kristinsson,Ólafur Briem,Ólafur Stefán Sigurðsson,Páll Þ. Beck,Pétur Sveinsson (Stofnfélagi),Skúli Sigurðsson


melvin-jones

Melvin Jones Fellowship

Davíð Gíslason,Sigurjón Sigurðsson og Sigurjón Arnlaugsson.


heidursgestir
Vinstra megin er Einar Bollason,Ármann Kr. Einarsson,Björg Bára Halldórsdóttir,Eiríkur Magnússon, Páll Beck. Hægra megin á mynd er Sigrún Ingólfsdóttir,Hulda Guðrún Pálsdóttir,Geirþrúður Fanney Bogadóttir,Gísli H. Guðmundsson


karlakor-kopavogs
Karlakór Kópavogs söng svo fyllti hvern krók og kima.

Ný heimasíða í smíðum

Í tilefni af 60 ára afmæli klúbbsins hefur verið ráðist í að endurhanna og “vefa” nýja heimasíðu. Gert er ráð fyrir að hún verði tekin í notkun á nýju starfsári í haust. Vefslóðin er www.yourlk.org.   Fylgist með okkur þar, einnig á Facebook síðu okkar https://www.facebook.com/Lionsklubburkopavogs.


Afmælisrit Lionsklúbbs Kópavogs fylgir með þessu Lionsblaði og verður það einnig aðgengilegt á vefnum okkar.


Afmælis- og hátíðarkveðjur til ykkar ykkar allra

Lionsklúbbur Kópavogs

Ómar Þorsteinsson


Lionsklúbburinn þakkar Halardi Árna Haraldssyni fyrir myndir sem hann sem hann tók og birtast með þessari grein.


Tölvunámskeið fyrir Lionsklúbbinn

posted Sep 28, 2017, 2:17 AM by Ómar Þorsteinsson

Páll Beck og Ómar Þorsteinsson munu halda tölvunámskeið fyrir Lionsfélaga laugardaginn 7 október klukkan 9:30-12:00.

Námskeiðið verður haldið í Ármúla 31.

Þeir sem eiga ferðatölvu eða spjaldtölvu ættu að hafa hana meðferðis. Þeir sem ekki eiga tök á því, fá alla aðstoð og sýnikennslu á staðnum engu að síður.

Kynnig verður á þeim kerfum sem Lionsklúbburinn er að nota, s.s. Innri vef og möppum nefnda og fl.

Kynning verður á ritvinnsluna sem Google Doc hefur upp á að bjóða og hvernig hægt er að deila fundargerðum með henni og öðru úr daglegu starfi.

Einnig verður kynning á Facebook, SnapChat og instagram sem hægt er að nota í þágu klúbbsins.

Allir félagar eru hvattir til að mæta og nýta sér þessa langþráðu kynningu.


Fyrirhugað er annað námskeið eftir áramót fyrir þá sem ekki komast á þetta námskeið..

Nýr þjónustubill til Rjóðursins

posted Apr 26, 2017, 10:34 AM by Ómar Þorsteinsson

Sérútbúinn bíll fyrir hreyfihamlða
Síðastliðið vor afhenti Lionsklúbbur Kópavogs Rjóðrinu sérútbúinn bil fyrir hreyfihömluð börn og börn í hjólastólum.  
Bíllinn var keyptur fyrir afkomu frá Herrakvöldi og kostaði um sjö milljonir króna.

Rjóðrið er hvíldar- og endurhæfingarheimili fyrir fötluð börn og hefur aðsetur Kópavogi.
Frétt af visir.is
http://www.visir.is/g/2016160439984/nyr-bill-sem-eykur-lifsgledi-langveikra-barna
„Svona bíl fylgir algert frelsi fyrir okkur, það er svo gott fyrir börnin að geta komist úr húsi,“ segir Guðrún Ragnars deildarstjóri í Rjóðrinu, hvíldar-og endurhæfingarheimili fyrir langveik börn, eftir að hafa tekið við splunkunýjum bíl frá Lionsklúbbi Kópavogs. Heimilið er hluti af barna-og kvennasviði Landspítalans og er á lóð spítalans í Kópavogi.

Þrjátíu fjölskyldur koma með börnin sín í Rjóðrið einu sinni í mánuði til að fá smá hvíld og líka tilbreytingu fyrir börnin, að sögn Guðrúnar. „Hér eru fimm til sex börn í sólahringsinnlögnum á hverjum tíma og tvö til þrjú í dagvist.“

Áður var Rjóðrið með bíl sem Lionshreyfingin á Íslandi safnaði fyrir með sölu Rauðu fjaðrarinnar árið 2006. Lionsklúbbur Kópavogs seldi hann upp í þennan nýja sem er af gerðinni Renault Trafic. Hann er fyrir sex farþega í venjulegum sætum og einn hjólastól. 
„Við getum farið með þrjá eða fjóra krakka og þrjá starfsmenn, því hvert barn þarf yfirleitt mann með sér. Við förum í sunnudagsbíltúra,  í húsdýragarðinn og í sveitaheimsóknir. Reynum að gera eitthvað skemmtileg. Svo nota ég bílinn líka í útréttingar svo hann kemur að góðum notum,“ lýsir Guðrún og segir gjöfina ómetanlega. 

„Svona velvild líknarfélaga og almennings gerir það að verkum að við getum boðið upp á gæðaþjónustu og aukið lífsgæði barnanna sem eru hjá okkur.“


Skógarhögg í Fljótshlíð

posted Oct 26, 2016, 3:17 PM by Ómar Þorsteinsson

Hauststarf Lionsklúbbs Kópavogs hófst með látum í ár. Farið var í Flótshlíðina laugardaginn 3 september og tilefnið var skógarhögg. Á Heylæk í Fljótshlíð er mikil skógrægt og leituðu skógræktarbændur eftir aðstoð Lionsklúbbs Kópavogs við grisja mikinn Lerkiskóg sem farinn er að vaxa úr sér.  Úr varð hin skemmtilegasta fjölskylduferð og fengu allir, stórir og smáir að taka til hendinni eins og myndirnar sýna.    

 
            Ungu strákarnir tóku til hendinni
 

Boðið var upp á hádegismat og að loknu dagsverki upp á glæsilega grillmáltíð að hætti hússins. Þetta varð að eftirminnanlegum degi, afrakstur skógarhöggsins fer óskertur í líknarsjóð klúbbsins.
Viðurinn verður þurkaður og er kjörinn sem eldiviður.   

Eldiviðurinn er seldur hjá Blikkás - Funa

Blikkás - Funi ehf. 
Smiðjuvegi 74 (Gul gata) - 200 Kópavogi 
Sími: 515-8700
 Lerkið er hinn besti eldiviður. 

Sunnuhlíð í Kópavogi. Hjúkrunarheimili aldraðra.

posted Jan 26, 2015, 4:22 PM by Ómar Þorsteinsson

Sunnuhlíð í Kópavogi. Hjúkrunarheimili aldraðra.


Stuðningur aðildarfélaga.

Allt frá því að Sunnuhlíð tók til starfa fyrir meira en þremur áratugum, hafa aðildarfélögin lagt hjúkrunarheimilinu lið með margvíslegum hætti.

Framlag Lionsklúbbsins Muninn og Lionsklúbbs Kópavogs 2012 -2014.

Jónas Frímannsson verkefnastjóri afhendir Þóru formanni stjórnar formlega viðbygginguna

Lionsklúbburinn Muninn og Lionsklúbbur Kópavogs ákváðu haustið 2012 að styrkja alsheimerdeild Sunnuhlíðar með þeim hætti að endurnýja eldhúsinnréttingu o. fl. innandyra en reisa jafnframt nýja anddyrisbyggingu, sem tengir alsheimerdeild og þjónustudeild. Var hafist handa við þetta í október 2012 og hafa framkvæmdir staðið yfir með hléum í tvö ár, uns verkinu var lokið og það afhent eigendum formlega hinn 8. desember, 2014. Markaðsverðmæti þessa verkefnis Lionsklúbbanna er milli 6 og 7 milljónir króna.

Klúbbarnir hafa aflað fjármagns til verksins með því að halda „skötuveislur“ og „herrakvöld“. Þá hafa klúbbfélagar og fleiri lagt fram sjálfboðavinnu. Loks er þess að geta að nokkrir framleiðendur og efnissalar hafa styrkt verkefnið af rausnarskap.


Fulltrúar Lionsklúbbs Kópavogs og Lionsklúbbsins Muninns í viðbyggingunni

Viðbyggingin séð að utan

Hið nýja eldhús heilabilunardeildar

MedicAlert á Íslandi og Landspítali Háskólasjúkrahús í nánara samstarfi

posted Mar 27, 2014, 2:15 PM by Ómar Þorsteinsson

Lionsklúbbur Kópavogs gekkst fyrir því á síðasta starfsári (2012-2013) að koma gagnagrunni MedicAlert á Íslandi í varanlega hýsingu hjá Landspítala Háskólasjúkrahúsi (LSH). 
Landspitali

Gagnagrunnurinn inniheldur heilbrigðisupplýsingar um viðskiptavini MedicAlert sem geta skipt sköpum þegar hætta steðjar að þeim.

Fram til haustsins 2013 voru þessar upplýsingar skráðar á tveimur stöðum og var aðal gagnagrunnurinn hýstur á skrifstofu MedicAlert, en afrit sent á viku til tveggja vikna fresti til tölvudeildar LSH. Þetta fyrirkomulag var ekki talið henta lengur þar sem upplýsingar uppfærðust ekki samtímis í gagnagrunnunum, auk annarra þátta sem lúta að rekstraröryggi gagnagrunna og meðferð viðkvæmra upplýsinga.  

MedicAlert

Við þessa breyttu tilhögun á rekstri gagnagrunnsins fellur hann nú alfarið inn í öruggt rekstrarumhverfi í umsjón Heilbrigðis- og upplýsingartæknideildar LSH (HUT). Starfsfólk MedicAlert á Íslandi tengist gagnagrunninum gegnum Vefinn með öruggri fjartengingu inn til LSH á sama hátt og læknastofur, heilsugæslustöðvar og Fjórðungssjúkrahús gera í dag. Bráðadeild LSH hefur því á hverjum tíma réttar upplýsingar um notendur MedicAlert merkja. Auk þessa uppfærist gagnagrunnshugbúnaðurinn í nýjustu útgáfu hverju sinni þegar LSH uppfærir hann hjá sér, MedicAlert að kostnaðarlausu. Sjálfvirk uppfærsla er nú tengd við þjóðskrá, lyfjaskrá og læknaskrá, ásamt því að falla inn í afritunarumhverfi LSH og ferli sem lúta að prófunum á endurheimt gagna.

Landspítali Háskólasjúkrahús stendur undir öllum kostnaði sem fellur til við þetta nýja fyrirkomulag, en tengingin er aðgengileg frá þremur tölvum á skrifstofu MedicAlert. Við þökkum stjórnendum á Heilbrigði- og upplýsingatæknideild LSH fyrir þá rausnarlegu ákvörðun að greiða allan árlegan kostnað sem af þessu nána samstarfi hlýst. Einnig færum við starfsfólki HUT bestu þakkir fyrir þá vinnu sem það lagði af mörkum við að aðlaga gagnagrunninn að nýju rekstrarumhverfi og gera þetta mögulegt, sem og starfsfólki á skrifstofu MedicAlert fyrir þá þolinmæði og skilning sem það sýndi á meðan á verkefninu stóð.

Kópavogur 25. mars 2014

Lionskúbbur Kópavogs.
Ómar Þorsteinsson

Höfundur er varamaður í stjórn MedicAlert á Íslandi og starsmaður Heilbrigðis- og upplýsingartæknideildar Landspítala Háskólasjúkrahúss.


Vandamálið sem enginn talar um (er vandamál Sunnuhlíðar)

posted Mar 15, 2014, 5:05 AM by Ómar Þorsteinsson

Bakað á Sunnuhlíð fyrir jólin

Karl Garðarsson birti góða grein í Fréttablaðinu í morgun um ástand öldrunarmála. Í því samhengi vil ég vekja athygli á erfiðri stöðu Sunnuhlíðarsamtakanna, sem ráku Öldrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi fram til síðustu áramóta, en á nú í nauðarsamningum við ríkið um yfirtöku á þeim rekstri.

Frjálsum félagasamtökum eins og Sunnuhliðarsamtökunum er gert ógerlegt að sinna slíki þjónustu vegna þeirrar umgjarðar sem hefur verið sköpuð um öldrunarþjónustu hér á landi.

Lionsklúbbur Kópavogs hvetur alla alla Kópavogsbúa til að kynna sér öfluga starsemi þeirra félagasamtaka sem standa að Sunnuhlíðarsamtökunum og þann vanda sem Sunnuhlíðarsamtökin hafa staðið frammi fyrir í rekstri Sunnuhlíðar vegna skorða sem sem öldrunarþjónustu er sett. Heilbrigðisráðuneytið mun nú glíma næstu 10-12 mánuði við að finna almenna lausn á rekstrinum og ákvarða um framtíð Öldrunarþjónustu Sunnuhlíðar. Upplýst og samhent getum við Kópavogsbúar lyft grettistaki. Skapað öldruðum gott ævikvöld í Kópavogi.

Ómar Þorsteinsson
Varafulltrúi Lionsklúbbs Kópavogs í fulltrúaráði Sunnuhliðasamtakanna


Sunnuhlíð í Kópavogi


Aðildarfélög Sunnuhlíðar

Aðildarfélög að sjálfseignarstofnuninni Hjúkrunarheimili aldraðra eru nú 11.  Í upphafi voru félögin 9, en eitt félag hefur hætt starfsemi og 3 félög hafa gengið til liðs við samtökin.

Lionsklúbbur Kópavogs
Lionsklúbburinn Muninn
Lionsklúbburinn Ýr
Soroptimistaklúbbur Kópavogs
Rotaryklúbbur Kópavogs
Rotaryklúbburinn Borgir
Kópavogsdeild Rauða krossins
Kiwanisklúbburinn Eldey
Félag eldri borgara í Kópavogi
Kvenfélag Kópavogs
Safnaðarfélag Digranessókna

Myndir á Facebook

posted Dec 15, 2013, 9:48 AM by Ómar Þorsteinsson

Myndir frá starfi Lionsklúbbs Kópavogs munu verða settar á Facebook síðu klúbbsins og er hægt að nálgast þær með því að smella á myndina hér að neðan

https://www.facebook.com/Lionsklubburkopavogs/photos_albums


Framkvæmdir við Sunnuhlíð

posted Mar 24, 2013, 5:26 AM by Ómar Þorsteinsson


Félagar í  Lionsklúbbi Kópavogs og Lionsklúbbnum Muninn hafa undanfarnar vikur unnið að endurbótum á húsnæði Heilabilunardeildar Sunnuhlíðar í Kópavogi. 
Hagnaður af Herrakvöldi sem klúbbarnir héldu í maí á sl. ári var nýttur til kaupa á efni,  eldhústækjum og innréttingu og síðan sáu félagar um raflögn, málningarvinnu, dúklagningu, smíði og uppsetningu.  Andvirði framlags klúbbanna er um tvær milljónir króna.
 
Ákveðið er að halda áfram stuðningi við Sunnuhlíð og er verið að leggja drög að frekari framkvæmdum sem klúbbarnir munu annast.  Allt frá því að Sunnuhlíðarsamtökin voru stofnuð fyrir rúmlega 30 árum  hafa klúbbarnir stutt starfsemina á einn og annan hátt með tækjagjöfum og vinnuframlagi.
 
Hjá Lionsklúbbi Kópavogs er nú unnið að undirbúningi næsta Herrakvölds sem verður í Lionssalnum Lundi, Auðbrekku 20,  þann 3.maí næstkomandi. Þar verður í boði mikil skemmtun með landsþekktum skemmtikröftum og glæsilegu sjávarréttahlaðborði.  Allur ágóði rennur til framkvæmdanna í Heilabilunardeild Sunnuhlíðar sem Lionsklúbbur Kópavogs og Lionsklúbburinn Muninn munu standa að sameiginlega.

Framkvæmdin er:  Lionsklúbbur Kópavogs sér alfarið um Herrakvöldið og veitir ágóða til verkefnisins í Sunnuhlíð.  Muninsmenn sjá um fagvinnu uppsetningu, smíði o.s.frv.  Þannig verður þetta verkefni sameiginlegt enda er skipulag þess á vegum beggja klúbbanna.

Sunnuhlíð
Inngangur Sunnuhlíðar sem mun fá andlitslyftinguEiríkur málari að störfum
Eiki málari að gera klárt fyrir málun
Vinna við eldhús
Talið frá vinstri, Sæmundur Alfreðsson og Halldór Olesen úr Lionsklúbbi Kópavogs ásamt Hannesi úr Lionsklúbbnum Muninn sem stjórnaði framkvæmdum á staðnum.

Nýtt eldhús fyrir heilabilunardeild Sunnuhlíðar
Nýtt eldhús fyrir heilabilunardeils Sunnuhlíðar í undirbúningi
vinna við eldhús og ljósbúnað
Félagar úr Lionsklúbbnum Muninn að huga að störfumSunnuhlíðarnefnd að störfum
Undirbúningsnefnd að störfum enda að mörgu að huga

Styrkveiting Gleraugnanefndar

posted Mar 24, 2013, 5:07 AM by Ómar Þorsteinsson

Þann 7 mars s.l. veitti Gleraugnanefnd Lionsklúbbs Kópavogs, Kristínu Gunnarsdóttur Sjónfræðingi hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga,tvö hundruð þúsund króna styrk fyrir hönd Lionskúbbs Kópavogs vegna Kúpuverkefnis hennar. Kristín fór til Kúbu þann 15.mars með u.þ.b. eitt þúsund gleraugu sem hún mun gefa þurfandi einstaklingum, bæði fulloðnum og börnum. Vöruskortur og fátækt er megin orsök þess að börn geti ekki stundað skólagögnu vegna slæmrar sjónar. Lionsklúbbur Kópavogs er því stoltur af því að liðsinna henni í þessu verkefni hennar.  

Gleraugnaverslanir í Kópavogi og Lionsklúbbur Kópavogs stóðu sameiginlega fyrir söfnun gleraugna í þessu verkefni og höfum við átt afar ánægjulega samvinnu við starfsfólk í öllum þessum verzlunum.

Gleraugnaverzlanarnir eru:
Ég C í Hamrborg
Optical Studio Smáralind og
PLUS MINUS Optic Smáralind.Kristín við mælingar á gleraugum

Kristín við mælingar á gleraugum sem gefa á fátækum á Kúpu.
Kristín með hluta af þeim eitt þúsund gleraugm sem fara til Kúbu

Kristín með hluta af þeim u.þ.b. eitt þúsund gleraugum sem hún tekur með sér til Kúbu

frá afhendingu styrksins

 Frá afhendingu styrksins, talið frá vinstri. 
Pétur Sveinsson, Kristín Gunnarsdóttir og Jónas Frímannsson

1-10 of 28

Comments