Nýjustu færslur

 • undefined
 • Lionsklúbbur Kópavogs 60 ára 1959-2019 Afmælishátíð Lionsklúbbs KópavogsLionsklúbbur Kópavogs 60 ára1959-2019Mikil og merk tímamót eru nú í sögu Lionsklúbbs Kópavogs. Klúbburinn var stofnaður þann 10 maí 1959 í Félagsheimili Kópavogs af ungum athafnamönnum úr bænum. Tuttugu og sex félagar voru á stofnfundinum og voru flestir á milli tvítugs og þrítugs. Nú 60 árum síðar héldum við upp á daginn með þremur stofnfélögum á níræðis- og tíræðisaldri. Eiríkur hélt árshátíð,er hann slyngur maður.Þjóðin ljóna fór þar fríð,hver frú og drengur glaður.Svo orti Jónas Frímannsson.Afmælishófið var haldið í veglegum veislusal Gólklúbbs Garðabæjar og Kópavogs í fögru umhverfi Vífilstaða að viðstöddum fjölda gesta.  Hinn landskunni og fjölhæfi Lionsmaður Einar Gunnar Bollason var veislustjóri.Skólahljómsveit Kópavogs tók á móti veislugestum ...
  Posted May 26, 2019, 8:28 AM by Ómar Þorsteinsson
 • Tölvunámskeið fyrir Lionsklúbbinn Páll Beck og Ómar Þorsteinsson munu halda tölvunámskeið fyrir Lionsfélaga laugardaginn 7 október klukkan 9:30-12:00. Námskeiðið verður haldið í Ármúla 31.Þeir sem eiga ferðatölvu eða spjaldtölvu ættu að hafa hana meðferðis. Þeir sem ekki eiga tök á því, fá alla aðstoð og sýnikennslu á staðnum engu að síður. Kynnig verður á þeim kerfum sem Lionsklúbburinn er að nota, s.s. Innri vef og möppum nefnda og fl. Kynning verður á ritvinnsluna sem Google Doc hefur upp á að bjóða og hvernig hægt er að deila fundargerðum með henni og öðru úr daglegu starfi. Einnig verður kynning á Facebook, SnapChat og instagram sem hægt er að nota í þágu klúbbsins.Allir félagar eru hvattir til að mæta ...
  Posted Sep 28, 2017, 2:17 AM by Ómar Þorsteinsson
 • Nýr þjónustubill til Rjóðursins Síðastliðið vor afhenti Lionsklúbbur Kópavogs Rjóðrinu sérútbúinn bil fyrir hreyfihömluð börn og börn í hjólastólum.  Bíllinn var keyptur fyrir afkomu frá Herrakvöldi og kostaði um sjö milljonir króna.Rjóðrið er hvíldar- og endurhæfingarheimili fyrir fötluð börn og hefur aðsetur Kópavogi.Frétt af visir.ishttp://www.visir.is/g/2016160439984/nyr-bill-sem-eykur-lifsgledi-langveikra-barna„Svona bíl fylgir algert frelsi fyrir okkur, það er svo gott fyrir börnin að geta komist úr húsi,“ segir Guðrún Ragnars deildarstjóri í Rjóðrinu, hvíldar-og endurhæfingarheimili fyrir langveik börn, eftir að hafa tekið við splunkunýjum bíl frá Lionsklúbbi Kópavogs. Heimilið er hluti af barna-og kvennasviði Landspítalans og er á lóð spítalans í Kópavogi.Þrjátíu fjölskyldur koma með börnin sín í Rjóðrið ...
  Posted Apr 11, 2018, 4:18 PM by Ómar Þorsteinsson
 • Skógarhögg í Fljótshlíð Hauststarf Lionsklúbbs Kópavogs hófst með látum í ár. Farið var í Flótshlíðina laugardaginn 3 september og tilefnið var skógarhögg. Á Heylæk í Fljótshlíð er mikil skógrægt og leituðu skógræktarbændur eftir aðstoð Lionsklúbbs Kópavogs við grisja mikinn Lerkiskóg sem farinn er að vaxa úr sér.  Úr varð hin skemmtilegasta fjölskylduferð og fengu allir, stórir og smáir að taka til hendinni eins og myndirnar sýna.                 Ungu strákarnir tóku til hendinni Boðið var upp á hádegismat og að loknu dagsverki upp á glæsilega grillmáltíð að hætti hússins. Þetta varð að eftirminnanlegum degi, afrakstur skógarhöggsins fer óskertur í líknarsjóð klúbbsins.Viðurinn verður þurkaður og er kjörinn sem eldiviður.   Eldiviðurinn er seldur hjá Blikkás - FunaBlikkás - Funi ehf. Smiðjuvegi 74 (Gul gata ...
  Posted Dec 13, 2016, 7:47 AM by Ómar Þorsteinsson
 • Sunnuhlíð í Kópavogi. Hjúkrunarheimili aldraðra. Sunnuhlíð í Kópavogi. Hjúkrunarheimili aldraðra.Stuðningur aðildarfélaga.Allt frá því að Sunnuhlíð tók til starfa fyrir meira en þremur áratugum, hafa aðildarfélögin lagt hjúkrunarheimilinu lið með margvíslegum hætti.Framlag Lionsklúbbsins Muninn og Lionsklúbbs Kópavogs 2012 -2014.Lionsklúbburinn Muninn og Lionsklúbbur Kópavogs ákváðu haustið 2012 að styrkja alsheimerdeild Sunnuhlíðar með þeim hætti að endurnýja eldhúsinnréttingu o. fl. innandyra en reisa jafnframt nýja anddyrisbyggingu, sem tengir alsheimerdeild og þjónustudeild. Var hafist handa við þetta í október 2012 og hafa framkvæmdir staðið yfir með hléum í tvö ár, uns verkinu var lokið og það afhent eigendum formlega hinn 8. desember, 2014. Markaðsverðmæti þessa verkefnis Lionsklúbbanna er milli 6 og 7 milljónir króna.Klúbbarnir hafa aflað fjármagns til verksins með því að halda „skötuveislur ...
  Posted Jan 27, 2015, 1:05 PM by Ómar Þorsteinsson
 • MedicAlert á Íslandi og Landspítali Háskólasjúkrahús í nánara samstarfi Lionsklúbbur Kópavogs gekkst fyrir því á síðasta starfsári (2012-2013) að koma gagnagrunni MedicAlert á Íslandi í varanlega hýsingu hjá Landspítala Háskólasjúkrahúsi (LSH). Gagnagrunnurinn inniheldur heilbrigðisupplýsingar um viðskiptavini MedicAlert sem geta skipt sköpum þegar hætta steðjar að þeim. Fram til haustsins 2013 voru þessar upplýsingar skráðar á tveimur stöðum og var aðal gagnagrunnurinn hýstur á skrifstofu MedicAlert, en afrit sent á viku til tveggja vikna fresti til tölvudeildar LSH. Þetta fyrirkomulag var ekki talið henta lengur þar sem upplýsingar uppfærðust ekki samtímis í gagnagrunnunum, auk annarra þátta sem lúta að rekstraröryggi gagnagrunna og meðferð viðkvæmra upplýsinga.   Við þessa breyttu tilhögun á rekstri gagnagrunnsins fellur hann nú alfarið inn í öruggt rekstrarumhverfi í umsjón Heilbrigðis- og upplýsingartæknideildar LSH (HUT). Starfsfólk MedicAlert ...
  Posted Mar 27, 2014, 2:19 PM by Ómar Þorsteinsson
 • Vandamálið sem enginn talar um (er vandamál Sunnuhlíðar) Karl Garðarsson birti góða grein í Fréttablaðinu í morgun um ástand öldrunarmála. Í því samhengi vil ég vekja athygli á erfiðri stöðu Sunnuhlíðarsamtakanna, sem ráku Öldrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi fram til síðustu áramóta, en á nú í nauðarsamningum við ríkið um yfirtöku á þeim rekstri. Frjálsum félagasamtökum eins og Sunnuhliðarsamtökunum er gert ógerlegt að sinna slíki þjónustu vegna þeirrar umgjarðar sem hefur verið sköpuð um öldrunarþjónustu hér á landi.Lionsklúbbur Kópavogs hvetur alla alla Kópavogsbúa til að kynna sér öfluga starsemi þeirra félagasamtaka sem standa að Sunnuhlíðarsamtökunum og þann vanda sem Sunnuhlíðarsamtökin hafa staðið frammi fyrir í rekstri Sunnuhlíðar vegna skorða sem sem öldrunarþjónustu er sett. Heilbrigðisráðuneytið mun nú glíma næstu 10-12 mánuði við að finna almenna lausn á ...
  Posted Mar 15, 2014, 8:37 AM by Ómar Þorsteinsson
Showing posts 1 - 7 of 28. View more »
Atburðir!

 • Skötuveilsla 16 desember 2018 Í Borgum Safnaðarheimili Skötuveisla Lionsklúbbs Kópavogs sunnudaginn 16 desember. Haldið í Borgum, Safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1, 200 KópavogurHúsið opið frá kl. 11.30 til 14:00 og 17.30 til 20.30Miðaverð aðeins 4500 Frítt fyrir börn 12 ára og ingri.Miðar seldir við innganginnMatur framreiddur frá 11.30 til 14.00 og 17.30 til 20.30MATSEÐILLSkataTindabikkjaSaltfiskurPlokkfiskurRúgbrauðRófurHamsarSjörAllur ágóði rennur til viðgerðar á glerlistaverki Gerðar Helgadóttur , sem prýðir Kópavogskirkju.
  Posted Dec 12, 2018, 2:24 PM by Ómar Þorsteinsson
 • Skötuveisla 17 Desember 2017
  Posted Dec 13, 2017, 9:41 AM by Ómar Þorsteinsson
 • Blóðsykurmælingar á Smáratorgi 18 nóvember   Lionsklúbbarnir í Kópavogi verða á Smáratorgi laugardaginn 18. nóvember og bjóða upp á fría blóðsykursmælingu milli kl. 12-15.  Kópavogsbúar og aðrir hvattir til að nýta tækifærið og fá mælingu á blóðsykri sínum. Sigurjón Sigurðsson læknir hefur yfirumsjón með mælingunum.
  Posted Nov 14, 2017, 7:49 AM by Ómar Þorsteinsson
 • Skötuveisla 18 desember 2016 Klassísk Skötuveisla Lionsklúbbs Kópavogs og Lionsklúbbsins MuninnSunnudaginn 18 desember Lionssalnum Lundi,Auðbrekku 25-27 í KópavogiHúsið opið frá kl. 11.30 til 14:00 og 17:30 til 21.00Matur framreiddur frá 11.30 til 14.00 og 17.30 til 21.00Verð á mann aðeins kr. 3.500 Frítt fyrir 12 ára og yngri Miðasala við innganginn MATSEÐILLSkata sterkSkata mildTindabikkjaSkötustappaSaltfiskurPlokkfiskurKartöflurRófurGulræturHangiflotHamsar2 teg hnoðmörSmjörRúgbrauðFlatbrauð
  Posted Oct 5, 2017, 1:51 PM by Ómar Þorsteinsson
 • Fagnaðu vori með okkur! Herrakvöld Lionsklúbbs Kópavogs 29 apríl 2016 Fagnaðu vori á Herrakvöldi með Lionsklúbbi Kópavogs þann 29.apríl.Styrkjum langveik og fötluð börn í sameiningu með því að mæta á þessa frábæru skemmtun.Takmarkað sætaframboð. Kjarngóður matur fyrir karlmenn sem þora. Nýr bíll bíll Rjóðursins verður til sýnis á staðnum.Veislustjóri: Örn ÁrnasonRæðumaður kvöldsins: Illugi GunnarssonTónlist: Magnús Kjartansson
  Posted Apr 14, 2016, 11:33 AM by Ómar Þorsteinsson
 • SKÖTUVEISLA 20 DESEMBER 2015 Lionsklúbbur Kópavogs og Lionsklúbburinn Muninnposted Dec 14, 2014, 4:06 AM by Ómar Þorsteinsson   [ updated Dec 14, 2014, 4:19 AM ] Lionsklúbbur Kópavogs og Lionsklúbburinn Muninn Standa að Skötuveisla Lions 20. Desember í Lionssalnum Lundi Auðbrekku 25-27 í Kópavogi Matur framreiddur frá 11.30 til 14.00 og 17.30 til 21.00 Boðið er uppá: Skata sterk - Skata mild – TindabikkjaSkötustappaSaltfiskurPlokkfiskurKartöflurRófurHamsar 2 teg hnoðmör – Smjör – Rúgbrauð - Flatbrauð Verð á mann er aðeins kr. 3.500 Frítt fyrir 12 ára og yngri Miðasala við inngang Allur ágóði rennur til góðgerðarmálaMiðasala við inngang.Allur ágóði er til styrktar skjólstæðingum Mæðrastyrksnefndar Kópavogs
  Posted Apr 14, 2016, 6:41 AM by Ómar Þorsteinsson
 • Söfnun Rauðu fjaðrarinnar FöstudagurLaugardagurSunnudagurAnnaðNafn Sími17 apríl18 apríl19 aprílBaldur B. Guðbjartsson6610 04416 - 18Benedikt Blöndal899 230914 - 16Davíð Gíslason898 189512 - 14Einar G Bollason860 700014 - 1612 - 14Einar T Jónsson895 405612 - 14Eiríkur Þ Magnússon894 418110 - 12 SamkomulagGarðar Briem896 500512 - 14Hafþór Hallgímsson662 504812 - 14Halldór Friðrik Olesen697 737912 - 14Högni Guðmundsson898 199910 - 12Ingólfur Kristmundsson892 480814 - 16Ingvi Þór Þorkelsson892 6575Jóhann B Steinsson847 704710 - 12Jóhann D. Kristjánsson615 2007Í salJónas Frímannsson897 008914 - 16 Ólafur H Georgsson557 2122SamkomulagSamkomulagSamkomulagÓmar ...
  Posted Apr 16, 2015, 11:28 PM by Ómar Þorsteinsson
 • Landssöfnun Lions á Íslandi 17-19 apríl 2015 fyrir Rauða fjöður Kópavogsbúar! Takið þátt í landssöfnun Lions á Íslandi 17-19. apríl n.k. fyrir Rauða fjöður. Markmiðið er að safna fyrir talgervli í samvinnu við Blindrafélagið, www.blind.is.Lionsfélagar munið að taka frá helgina 17-19. apríl n.k. fyrir Rauða fjöður, landssöfnun Lions á Íslandi. Leggið ykkar lóð á vogaskálarnar til þess að söfnunin takist vel. Hver klúbbur felur fulltrúa eða nefnd að sjá um skipulagninguna fyrir klúbbinn. Lionsklúbbar skipuleggja söfnunina á sínu svæði. Söfnunarbaukar verða sendir til formanna væntanlega í byrjun mars og munu  leiðbeiningar um söfnunina fylgja með. Meira um þetta þegar nær líður að söfnunni.  Einnig má smella á Rauðu fjöðrina hér til hliðar of fá nánari upplýsingar á vef Lions á Íslandi.Verndari söfnunarinnar ...
  Posted Feb 23, 2015, 3:30 AM by Ómar Þorsteinsson
 • SKÖTUVEISLA 21 DESEMBER 2014 Skötuveisla Lionsklúbbs Kópavogs og Lionsklúbbsins Munins verður haldin sunnudaginn 21.desember í Lionssalnum Lundi, Auðbrekku 25-27 í Kópavogi. Matur er framreiddur frá kl:11.30 - 14:00 og frá 17:30 - 21:00 Matseðill: Sterk skata - Mild skata - Tindabikkja - Skötustappa - Saltfiskur - Plokkfiskur - Kartöflur - Rófur - Hangiflot - Hamsar - 2 teg. hnoðmör - Smjör - Nýbakað rúgbrauð - Flatbrauð Verð á mann er aðeins kr. 3.500 Frítt fyrir 12 ára og yngri. Miðasala við inngang. Allur ágóði er til styrktar skjólstæðingum Mæðrastyrksnefndar Kópavogs
  Posted Dec 14, 2014, 4:19 AM by Ómar Þorsteinsson
 • Auglýsing frá Herrakvöld 3 maí 2013
  Posted Apr 9, 2016, 4:12 AM by Ómar Þorsteinsson
Showing posts 1 - 10 of 15. View more »